Innlent

„Heil­brigðis­starfs­menn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Alma Möller landlæknir biðlar sérstaklega til hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða að skrá sig.
Alma Möller landlæknir biðlar sérstaklega til hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða að skrá sig. Vísir/Vilhelm

Alma Möller landlæknir biðlaði á upplýsingafundi Almannavarna og embættis Landlæknis til heilbrigðismenntaðra einstaklinga sem ekki vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu að skrá sig í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. Sagði hún að sérstaklega vantaði hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í sveitina.

„Heilbrigðisstarfsmenn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir,“ sagði Alma og kvaðst fullviss um að með áframhaldandi samvinnu væri hægt að leysa úr stöðunni sem nú er uppi, en Landspítalinn hefur verið færður á neyðarstig í kjölfar hópsýkingar á Landakoti.

Biðlaði Alma til heilbrigðisstarfsfólks sem starfar við annað, fólk sem látið hefur af störfum en treystir sér til þess að leggja sveitinni lið og heilbrigðisstarfsfólks sem starfar utan opinbera kerfisins.

Aðspurð sagði hún að síðast þegar hún vissi, í gær, hefðu um 320 skráð sig í bakvarðarsveitina. Helmingur væri tilbúinn að vinna með sjúklingum með Covid-19 en helmingur hefði skráð sig til að hlaupa undir bagga í öðrum verkefnum.

Á fundinum kvaðst Alma einnig ætla leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.