Sport

Hamilton tók fram úr Schumacher og er sá sigur­sælasti frá upp­hafi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hamilton kom fyrstur í mark í dag og sló metið yfir flesta sigra.
Hamilton kom fyrstur í mark í dag og sló metið yfir flesta sigra. Bryn Lennon/Formula 1

Lewis Hamilton vann eina Formúlu 1 keppnina í dag en hann kom fyrstur í mark í portúgalska kappakstrinum.

Með sigrinum þá sló Hamilton metið yfir því að vinna flestar Formúlu 1 keppnir en þetta er hans 92. sigur. Hann tók þar af leiðandi fram úr Michael Schumacher.

Hamilton vann með miklum yfirburðum en hann kom 25 sekúndum á undan næsta manni í mark. Englendingurinn leiddi þó ekki alla keppnina.

Á tímapunkti var hann kominn niður í þriðja sætið en gafst ekki upp og náði að koma sér fremst áður en yfir lauk.

Valtteri Bottas var Annam, Max Verstappen var sá þriðji og í fjórða sætinu var harles Leclerc. Pierre Gasly var fimmti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.