Segir almannahagsmunum Hafnfirðinga fórnað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. október 2020 23:22 Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarstjórnarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Sigurður Þ. Ragnarsson, fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, segir almannahagsmunum Hafnfirðinga hafa verið fórnað þegar bæjarráðið samþykkti í morgun tillögu meirihluta bæjarstjórnarinnar um að taka tilboði félags lífeyrissjóða um kaup á 15,42 prósenta hlut bæjarins í HS Veitum. „Þetta er svartur dagur í dag þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ákváðu að selja hlut Hafnarfjarðar í orkuveitufyrirtækinu HS-Veitum,“ skrifar Sigurður í færslu sem hann birti á Facebook. Hann bendir á að hlutur Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum hafi frá árinu 2013 hækkað um 2 milljarða. Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt að selja 15,42 prósenta hlut sinn í HS Veitum. mynd/ stefán Tilboðið sem samþykkt var hljóðar upp á 3,5 milljarða króna en endanleg ákvörðun um söluna verður tekin á fundi bæjarstjórnar í næstu viku. „Staða stærri sveitarfélaga landsins er skelfileg. Úr því verður að bæta með úrræðum sem ríkisvaldið getur ekki hundsað því 90% verkefna sveitarfélaga er lögboðin þjónusta. Eftir þessum aðgerðum vill meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ekki bíða heldur drífa í að selja gullgæsina sem margfaldað hefur verðgildi sitt,“ skrifar Sigurður. Meirihluti bæjarstjórnar ákvað í vor að hefja undirbúning að sölu hlutarins í HS Veitum sem vakið hefur mikla gagnrýni minnihlutans. Þá hefur hópur Hafnfirðinga staðið fyrir því undanfarna mánuði að safna undirskriftum og krefja bæjarstjórnina að setja, þá fyrirhugaða sölu, í íbúakosningu en bar það ekki árangur sem erfiði. Meirihlutinn hefur í umræðu um söluna bent til slæmrar fjárhagsstöðu bæjarins vegna kórónuveirufaraldursins. Segir meðal annars í fundargerð bæjarráðs frá því í morgun að salan dragi verulega úr lánsfjárþörf bæjarins og þar með afborgunum og vaxtagreiðslum til framtíðar. „Framundan eru blómatímar hjá HS-veitum s.s. rafvæðing hafnanna, fiskeldi og fleira sem gera mun verðmæti hlutabréfa HS-veitna enn meira. Fram hjá þessum hagsmunum vill meirihlutinn í Hafnarfirði horfa,“ skrifar Sigurður. „Þetta mun á endanum hækka verð til neytenda þótt þröngur rammi sé til þess nú en hingað til hefur það ekki þvælst fyrir löggjafarvaldinu að breyta lögum, enda lög mannanna verk. Skammtímasjónarmið ráða hér því algjörlega ferðinni hjá meirihlutanum.“ Hafnarfjörður Orkumál Tengdar fréttir Ég myndi hlæja ef þetta væri ekki svona sorglegt Nýlega birtust fréttir af áhuga Samherja á fiskeldi í Helguvík, verkefni sem mun auka gríðarlega framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Rafvæðing hafna og skipaflotans er einnig risaverkefni sem mun auka framtíðartekjumöguleika HS Veitna. 22. október 2020 14:00 Vísar á bug fullyrðingum um baktjaldamakk vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í HS Veitum Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vísar á bug fullyrðingu Samtaka um íbúalýðræði um að baktjaldamakk hafi átt sér stað vegna fyrirhugaðrar sölu á 15,42 prósenta eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum. 6. júlí 2020 13:48 Segir skammvinnan gróða fólginn í sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. 6. júlí 2020 13:04 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Sigurður Þ. Ragnarsson, fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, segir almannahagsmunum Hafnfirðinga hafa verið fórnað þegar bæjarráðið samþykkti í morgun tillögu meirihluta bæjarstjórnarinnar um að taka tilboði félags lífeyrissjóða um kaup á 15,42 prósenta hlut bæjarins í HS Veitum. „Þetta er svartur dagur í dag þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ákváðu að selja hlut Hafnarfjarðar í orkuveitufyrirtækinu HS-Veitum,“ skrifar Sigurður í færslu sem hann birti á Facebook. Hann bendir á að hlutur Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum hafi frá árinu 2013 hækkað um 2 milljarða. Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt að selja 15,42 prósenta hlut sinn í HS Veitum. mynd/ stefán Tilboðið sem samþykkt var hljóðar upp á 3,5 milljarða króna en endanleg ákvörðun um söluna verður tekin á fundi bæjarstjórnar í næstu viku. „Staða stærri sveitarfélaga landsins er skelfileg. Úr því verður að bæta með úrræðum sem ríkisvaldið getur ekki hundsað því 90% verkefna sveitarfélaga er lögboðin þjónusta. Eftir þessum aðgerðum vill meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ekki bíða heldur drífa í að selja gullgæsina sem margfaldað hefur verðgildi sitt,“ skrifar Sigurður. Meirihluti bæjarstjórnar ákvað í vor að hefja undirbúning að sölu hlutarins í HS Veitum sem vakið hefur mikla gagnrýni minnihlutans. Þá hefur hópur Hafnfirðinga staðið fyrir því undanfarna mánuði að safna undirskriftum og krefja bæjarstjórnina að setja, þá fyrirhugaða sölu, í íbúakosningu en bar það ekki árangur sem erfiði. Meirihlutinn hefur í umræðu um söluna bent til slæmrar fjárhagsstöðu bæjarins vegna kórónuveirufaraldursins. Segir meðal annars í fundargerð bæjarráðs frá því í morgun að salan dragi verulega úr lánsfjárþörf bæjarins og þar með afborgunum og vaxtagreiðslum til framtíðar. „Framundan eru blómatímar hjá HS-veitum s.s. rafvæðing hafnanna, fiskeldi og fleira sem gera mun verðmæti hlutabréfa HS-veitna enn meira. Fram hjá þessum hagsmunum vill meirihlutinn í Hafnarfirði horfa,“ skrifar Sigurður. „Þetta mun á endanum hækka verð til neytenda þótt þröngur rammi sé til þess nú en hingað til hefur það ekki þvælst fyrir löggjafarvaldinu að breyta lögum, enda lög mannanna verk. Skammtímasjónarmið ráða hér því algjörlega ferðinni hjá meirihlutanum.“
Hafnarfjörður Orkumál Tengdar fréttir Ég myndi hlæja ef þetta væri ekki svona sorglegt Nýlega birtust fréttir af áhuga Samherja á fiskeldi í Helguvík, verkefni sem mun auka gríðarlega framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Rafvæðing hafna og skipaflotans er einnig risaverkefni sem mun auka framtíðartekjumöguleika HS Veitna. 22. október 2020 14:00 Vísar á bug fullyrðingum um baktjaldamakk vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í HS Veitum Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vísar á bug fullyrðingu Samtaka um íbúalýðræði um að baktjaldamakk hafi átt sér stað vegna fyrirhugaðrar sölu á 15,42 prósenta eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum. 6. júlí 2020 13:48 Segir skammvinnan gróða fólginn í sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. 6. júlí 2020 13:04 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Ég myndi hlæja ef þetta væri ekki svona sorglegt Nýlega birtust fréttir af áhuga Samherja á fiskeldi í Helguvík, verkefni sem mun auka gríðarlega framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Rafvæðing hafna og skipaflotans er einnig risaverkefni sem mun auka framtíðartekjumöguleika HS Veitna. 22. október 2020 14:00
Vísar á bug fullyrðingum um baktjaldamakk vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í HS Veitum Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vísar á bug fullyrðingu Samtaka um íbúalýðræði um að baktjaldamakk hafi átt sér stað vegna fyrirhugaðrar sölu á 15,42 prósenta eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum. 6. júlí 2020 13:48
Segir skammvinnan gróða fólginn í sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. 6. júlí 2020 13:04