Tæplega hundrað ára og hefur slegið í gegn með konunum í danstímunum Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2020 10:31 Gunnar hreyfir sig reglulega og mætir einnig í danstíma á fullu. Hann er 97 ára. Gunnar Jónsson fyrrverandi skipstjóri er 97 ára og byrjaði að stunda líkamsrækt þegar hann var rúmlega níræður og nú stundar hann líkamsrækt meðal annars með því að dansa kúrekadansa heima hjá sér í Covid ástandinu. Gunnar er ótrúlega vel á sig kominn líkamlega og andlega. Vala Matt leit við hjá honum í Keflavík á dögunum þar sem hann býr og fékk að heyra allt um það hvernig maður heldur sér svona vel nærri 100 ára. Gunnar byrjaði ekki að stunda líkamsrækt fyrr en hann var orðinn níræður, eða árið 2017. „Það er ábyggilega aldrei of seint að byrja að stunda líkamsrækt,“ segir Gunnar sem sér samt eftir því að hafa byrjað svona seint. Gunnar var alltaf á sjónum og hafði því ekki mikinn tíma fyrir sjálfan sig. „Sjórinn er ekki til þess að leika sér í landi,“ segir Gunnar sem hefur einnig stundað hópdanstíma undanfarin ár. „Ég féll alveg fyrir því og það er svo breytilegt. Hreyfingin er svo breytileg og margbrotin. Maður mátt hafa sig allan við að muna sporin og þau gleymast stundum. Maður man þau síðan alltaf þegar músíkin byrjar.“ Gunnar er í raun einn með fullt af konum í tímunum. „Ég var svolítið stressaður fyrst en það gufuðu allir karlmennirnir upp þegar það átti að mæta. Þeim fannst þetta ekki nægilega karlmannlegt eða eitthvað svoleiðis,“ segir Gunnar sem dansar einnig töluvert heima fyrir og þá aðallega kántrí línudans. „Ég hef alltaf haft gaman af dansi og við hjónin dönsuðum oft saman á skemmtunum. Hún var ansi skemmtileg dama,“ segir Gunnar sem er í dag ekill. Hér að neðan má sjá innlagið í heild sinni en þar er einnig rætt við þjálfara hans Janus Friðrik Gunnlaugsson. Ísland í dag Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fleiri fréttir Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Sjá meira
Gunnar Jónsson fyrrverandi skipstjóri er 97 ára og byrjaði að stunda líkamsrækt þegar hann var rúmlega níræður og nú stundar hann líkamsrækt meðal annars með því að dansa kúrekadansa heima hjá sér í Covid ástandinu. Gunnar er ótrúlega vel á sig kominn líkamlega og andlega. Vala Matt leit við hjá honum í Keflavík á dögunum þar sem hann býr og fékk að heyra allt um það hvernig maður heldur sér svona vel nærri 100 ára. Gunnar byrjaði ekki að stunda líkamsrækt fyrr en hann var orðinn níræður, eða árið 2017. „Það er ábyggilega aldrei of seint að byrja að stunda líkamsrækt,“ segir Gunnar sem sér samt eftir því að hafa byrjað svona seint. Gunnar var alltaf á sjónum og hafði því ekki mikinn tíma fyrir sjálfan sig. „Sjórinn er ekki til þess að leika sér í landi,“ segir Gunnar sem hefur einnig stundað hópdanstíma undanfarin ár. „Ég féll alveg fyrir því og það er svo breytilegt. Hreyfingin er svo breytileg og margbrotin. Maður mátt hafa sig allan við að muna sporin og þau gleymast stundum. Maður man þau síðan alltaf þegar músíkin byrjar.“ Gunnar er í raun einn með fullt af konum í tímunum. „Ég var svolítið stressaður fyrst en það gufuðu allir karlmennirnir upp þegar það átti að mæta. Þeim fannst þetta ekki nægilega karlmannlegt eða eitthvað svoleiðis,“ segir Gunnar sem dansar einnig töluvert heima fyrir og þá aðallega kántrí línudans. „Ég hef alltaf haft gaman af dansi og við hjónin dönsuðum oft saman á skemmtunum. Hún var ansi skemmtileg dama,“ segir Gunnar sem er í dag ekill. Hér að neðan má sjá innlagið í heild sinni en þar er einnig rætt við þjálfara hans Janus Friðrik Gunnlaugsson.
Ísland í dag Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fleiri fréttir Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“