Tæplega hundrað ára og hefur slegið í gegn með konunum í danstímunum Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2020 10:31 Gunnar hreyfir sig reglulega og mætir einnig í danstíma á fullu. Hann er 97 ára. Gunnar Jónsson fyrrverandi skipstjóri er 97 ára og byrjaði að stunda líkamsrækt þegar hann var rúmlega níræður og nú stundar hann líkamsrækt meðal annars með því að dansa kúrekadansa heima hjá sér í Covid ástandinu. Gunnar er ótrúlega vel á sig kominn líkamlega og andlega. Vala Matt leit við hjá honum í Keflavík á dögunum þar sem hann býr og fékk að heyra allt um það hvernig maður heldur sér svona vel nærri 100 ára. Gunnar byrjaði ekki að stunda líkamsrækt fyrr en hann var orðinn níræður, eða árið 2017. „Það er ábyggilega aldrei of seint að byrja að stunda líkamsrækt,“ segir Gunnar sem sér samt eftir því að hafa byrjað svona seint. Gunnar var alltaf á sjónum og hafði því ekki mikinn tíma fyrir sjálfan sig. „Sjórinn er ekki til þess að leika sér í landi,“ segir Gunnar sem hefur einnig stundað hópdanstíma undanfarin ár. „Ég féll alveg fyrir því og það er svo breytilegt. Hreyfingin er svo breytileg og margbrotin. Maður mátt hafa sig allan við að muna sporin og þau gleymast stundum. Maður man þau síðan alltaf þegar músíkin byrjar.“ Gunnar er í raun einn með fullt af konum í tímunum. „Ég var svolítið stressaður fyrst en það gufuðu allir karlmennirnir upp þegar það átti að mæta. Þeim fannst þetta ekki nægilega karlmannlegt eða eitthvað svoleiðis,“ segir Gunnar sem dansar einnig töluvert heima fyrir og þá aðallega kántrí línudans. „Ég hef alltaf haft gaman af dansi og við hjónin dönsuðum oft saman á skemmtunum. Hún var ansi skemmtileg dama,“ segir Gunnar sem er í dag ekill. Hér að neðan má sjá innlagið í heild sinni en þar er einnig rætt við þjálfara hans Janus Friðrik Gunnlaugsson. Ísland í dag Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira
Gunnar Jónsson fyrrverandi skipstjóri er 97 ára og byrjaði að stunda líkamsrækt þegar hann var rúmlega níræður og nú stundar hann líkamsrækt meðal annars með því að dansa kúrekadansa heima hjá sér í Covid ástandinu. Gunnar er ótrúlega vel á sig kominn líkamlega og andlega. Vala Matt leit við hjá honum í Keflavík á dögunum þar sem hann býr og fékk að heyra allt um það hvernig maður heldur sér svona vel nærri 100 ára. Gunnar byrjaði ekki að stunda líkamsrækt fyrr en hann var orðinn níræður, eða árið 2017. „Það er ábyggilega aldrei of seint að byrja að stunda líkamsrækt,“ segir Gunnar sem sér samt eftir því að hafa byrjað svona seint. Gunnar var alltaf á sjónum og hafði því ekki mikinn tíma fyrir sjálfan sig. „Sjórinn er ekki til þess að leika sér í landi,“ segir Gunnar sem hefur einnig stundað hópdanstíma undanfarin ár. „Ég féll alveg fyrir því og það er svo breytilegt. Hreyfingin er svo breytileg og margbrotin. Maður mátt hafa sig allan við að muna sporin og þau gleymast stundum. Maður man þau síðan alltaf þegar músíkin byrjar.“ Gunnar er í raun einn með fullt af konum í tímunum. „Ég var svolítið stressaður fyrst en það gufuðu allir karlmennirnir upp þegar það átti að mæta. Þeim fannst þetta ekki nægilega karlmannlegt eða eitthvað svoleiðis,“ segir Gunnar sem dansar einnig töluvert heima fyrir og þá aðallega kántrí línudans. „Ég hef alltaf haft gaman af dansi og við hjónin dönsuðum oft saman á skemmtunum. Hún var ansi skemmtileg dama,“ segir Gunnar sem er í dag ekill. Hér að neðan má sjá innlagið í heild sinni en þar er einnig rætt við þjálfara hans Janus Friðrik Gunnlaugsson.
Ísland í dag Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira