Innlent

María Meðalfellsgæs flutt á Bessastaði

Samúel Karl Ólason skrifar
María Meðalfellsgæs.
María Meðalfellsgæs. Dýrahjálp Íslands

María Meðalfellsgæs hefur fengið heimili á Bessastöðum. Fyrr í vikunni leitaði Dýrahjálp Íslands eftir einhverjum til að taka Maríu að sér en henni gekk illa að ná að fóta sig í borgarlífinu. Á Bessastöðum býr hún með hænum og gæsinni Gulla.

María kom frá Meðalfellsvatni og var hún líklega alin upp af mönnum en kastað á gaddinn. Sumarhúsaeigendur í Meðalfelli kvörtuðu undan ágengni hennar og var hún því flutt á tjörnina í Hafnarfirði.

Þar kunni hún þó ekki á umferðarreglur og vakti strax athygli fyrir að vera gæf og að vera ófeimin við að biðja vegfarendur um mat og athygli.

Sjá einnig: María Meðalfellsgæs leitar að heimili

Þetta kom fram í Facebookfærslu Dýrahjálpar í dag en þar segir að mikið sé af villtum grágæsum á svæðinu og einnig séu stór tún og tjörn í næsta nágrenni. Það ætti að fara afar vel um Maríu og Gulla á Bessastöðum.

Dýrahjálp þakkar þeim sem buðu sig fram til að taka Maríu að sér.

Fréttir af Maríu Meðalfellsgæs Hún fékk mjög veglegt heimboð og býr hún núna að Bessastöðum. Þar fær hún að vera með...

Posted by Dýrahjálp Íslands on Wednesday, 21 October 2020


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×