María Meðalfellsgæs leitar að heimili Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2020 18:56 Leitað er að heimili fyrir hina gæfu Maríu Meðalfellsgæs, sem virðist illa ná að fóta sig í borgarlífinu. Hún er núá tjörninni í Hafnarfirði eftir að sumarhúsaeigendur í Meðalfelli kvörtuðu undan ágengni gæsarinnar, en hefur verið tekin undir verndarvæng Dýrahjálpar Íslands og Guðmundar Fylkissonar. „María Meðalfellsgæs kemur frá Meðalfellsvatni. Hún er að öllum líkindum alin þar upp sem ungi en þegar hún verður fullorðin þá verður hún kannski ekki eins skemmtileg lengur,“ segir Guðmundur Fylkisson, stjórnarmaður hjá Dýraverndunarfélagi Hafnarfjarðar. Hann hefur undanfarin ár skotið skjólshúsi yfir særða fugla eða fugla í vanda og svo fundið þeim nýjan stað, undir verkefninu Project Henry, sem sjá má með því að smella á meðfylgjandi hlekk. María var færð á tjörnina í gær og hefur strax vakið athygli, en hún er einstaklega gæf og ófeimin við að biðja vegfarendur um mat og athygli. Dýrahjálp auglýsti í gær eftir heimili fyrir Maríu og viðbrögðin hafa verið góð, þó framtíðarheimilið sé enn ófundið. „Það eru nokkrir búnir að bjóða sig fram, með misgóðar aðstæður, sem við þurfum bara aðeisn að skoða betur. Það er samt enginn með aðrar grágæsir sem hefði verið tilvalið. Við viljum helst að hún fari eitthvert sem hún er ekki ein,“ segir Sonja Stefánsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp. María er ekki vön borgarlífinu og hafa þau því nokkrar áhyggjur af henni. „Vissulega er maður svolítið hræddur um að svona gæfir fuglar verði fyrir, til dæmis ketti,“ segir Guðmundur og bætir við að hún eigi það til að fara út á götu. Hann fylgist þó vel með henni. Þeir sem hafa áhuga á að taka Maríu að sér geta sent tölvupóst á netfangið sonja@dyrahjalp.is Dýr Hafnarfjörður Fuglar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Leitað er að heimili fyrir hina gæfu Maríu Meðalfellsgæs, sem virðist illa ná að fóta sig í borgarlífinu. Hún er núá tjörninni í Hafnarfirði eftir að sumarhúsaeigendur í Meðalfelli kvörtuðu undan ágengni gæsarinnar, en hefur verið tekin undir verndarvæng Dýrahjálpar Íslands og Guðmundar Fylkissonar. „María Meðalfellsgæs kemur frá Meðalfellsvatni. Hún er að öllum líkindum alin þar upp sem ungi en þegar hún verður fullorðin þá verður hún kannski ekki eins skemmtileg lengur,“ segir Guðmundur Fylkisson, stjórnarmaður hjá Dýraverndunarfélagi Hafnarfjarðar. Hann hefur undanfarin ár skotið skjólshúsi yfir særða fugla eða fugla í vanda og svo fundið þeim nýjan stað, undir verkefninu Project Henry, sem sjá má með því að smella á meðfylgjandi hlekk. María var færð á tjörnina í gær og hefur strax vakið athygli, en hún er einstaklega gæf og ófeimin við að biðja vegfarendur um mat og athygli. Dýrahjálp auglýsti í gær eftir heimili fyrir Maríu og viðbrögðin hafa verið góð, þó framtíðarheimilið sé enn ófundið. „Það eru nokkrir búnir að bjóða sig fram, með misgóðar aðstæður, sem við þurfum bara aðeisn að skoða betur. Það er samt enginn með aðrar grágæsir sem hefði verið tilvalið. Við viljum helst að hún fari eitthvert sem hún er ekki ein,“ segir Sonja Stefánsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp. María er ekki vön borgarlífinu og hafa þau því nokkrar áhyggjur af henni. „Vissulega er maður svolítið hræddur um að svona gæfir fuglar verði fyrir, til dæmis ketti,“ segir Guðmundur og bætir við að hún eigi það til að fara út á götu. Hann fylgist þó vel með henni. Þeir sem hafa áhuga á að taka Maríu að sér geta sent tölvupóst á netfangið sonja@dyrahjalp.is
Dýr Hafnarfjörður Fuglar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira