Lífið

Sprettur Helga og viðbrögð Katrínar vekja heimsathygli

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Viðbörgð Helga Hrafns Gunnarssonar og Katrínar Jakobsdóttur hafa vakið töluverða athygli.
Viðbörgð Helga Hrafns Gunnarssonar og Katrínar Jakobsdóttur hafa vakið töluverða athygli.

Það er óhætt að segja að jarðskjálftinn stóri sem reið yfir Suðvesturhorn landsins hafi vakið athygli landsmanna, en svo virðist sem að hann hafi einnig vakið viðbrögð út fyrir landsteinana. Þannig gera stórir erlendir fréttamiðlar sér mat úr viðbrögðum Helga Hrafs Gunnarssonar þingmanns Pírata og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Skjálftinn er einn sá stærsti sem orðið hefur á Reykjanesskaga frá því að mælingar hófust, 5,6 að stærð. Skjálftinn fannst afar vel á höfuðborgarsvæðinu þar sem allt hristist og skalf, þar á meðal Alþingishúsið, en jarðskjálftinn átti sér stað á miðjum þingfundi. 

Eins og greint hefur verið frá brást Helgi Hrafn við með því að hlaupa úr pontu og fréttastofa Sky News hefur birt myndband af því augnabliki á Twitter. Fréttastofan er alls með 6,5 milljónir fylgjenda.

Sjálfur hefur Helgi Hrafn sagt að hann hafi verið hlaupa undir hurðarkarm í sal Alþingis.

Eins og greint hefur verið fá var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í beinni útsendingu á Youtube-síðu bandaríska dagblaðsins Washington Post. Blaðið sjálft gerði sér mat úr viðbrögðum Katrínar, auk BBC, Bloomberg og CNN, svo dæmi séu tekin.


Tengdar fréttir

Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út

Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum.

Allt skalf og nötraði hjá þríeykinu sem hélt kúlinu

Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.