Fann fyrir útlitspressu og endaði með átröskun Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2020 11:30 Ragnheiður Ragnarsdóttir var í mörg ár ein besta sundkona landsins og hefur meðal annars farið á tvenna Ólympíuleika. vísir/vilhelm Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. Ragnheiður hefur farið á tvenna Ólympíuleika og var í mörg ár ein allra besta sundkona landsins. Ragnheiður Ragnarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu en undanfarin ár hefur hún starfað töluvert sem fyrirsæta. Í sundinu og fyrirsætubransanum fylgir mikil pressa og þá sérstaklega þegar kemur að útliti og þyngd. Ragnheiður segist hafa lent í vandræðum með það. „Þetta er því miður vandamál sem er ekki bara hjá leikkonum, fyrirsætum, íþróttamönnum, heldur bara hjá konum. Að finna fyrir þessari pressu að vera í ákveðnu formi eða líta út svona eða hinsegin. Átraskanir eru því miður algengari heldur en maður vill að þær séu,“ segir Ragnheiður og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Ragnheiður Ragnarsdóttir „Ég höndlaði þetta ekki nægilega vel og á tíma var ég með átröskun. Þú ert með þjálfara, umboðsmenn og hina og þessa að segja manni að gera ekki hlutina svona og maður fer í einhvern graut inni í sér. Ég fór í afmæli og langaði að fá mér köku og þá fer maður í samviskubitið og borðar ekki neitt í tvo daga. Maður fer í búlimíu, anorexíu eða hvað það er,“ segir Ragnheiður sem kastaði oft á tíðum matnum upp rétt eftir að hafa fengið sér að borða. „Það er víst algengara en ég hélt hjá sundkonum og ég komst að því. Ég veit kannski meira um sundkonur heldur en aðrar íþróttakonur. Í íþróttum er þetta kannski algengara en maður myndi halda. Ég fór mjög snemma að huga að matarræði og borða eftir ákveðnu prógrammi. Rosalega fjölbreytt og hollt og ég var ekki að hakka í mig pasta eða sykri. Þegar það síðan gerðist, þá kom samviskubitið og maður fór alveg í kleinu. Ég hef lært mikið af þessu og vildi að ég gæti sagt fleiri íþróttakonum að kynna sér þetta vel og ekki detta í þessa gryfju því það er hræðilegt að díla við svona og ströggla við svona.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Ragnheiður einnig um sundferilinn, leiklistina, Hollywood, Ólympíuleikana og þegar hún kynntist Kobe Bryant, fyrirsætuferilinn, tónlistina og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. Ragnheiður hefur farið á tvenna Ólympíuleika og var í mörg ár ein allra besta sundkona landsins. Ragnheiður Ragnarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu en undanfarin ár hefur hún starfað töluvert sem fyrirsæta. Í sundinu og fyrirsætubransanum fylgir mikil pressa og þá sérstaklega þegar kemur að útliti og þyngd. Ragnheiður segist hafa lent í vandræðum með það. „Þetta er því miður vandamál sem er ekki bara hjá leikkonum, fyrirsætum, íþróttamönnum, heldur bara hjá konum. Að finna fyrir þessari pressu að vera í ákveðnu formi eða líta út svona eða hinsegin. Átraskanir eru því miður algengari heldur en maður vill að þær séu,“ segir Ragnheiður og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Ragnheiður Ragnarsdóttir „Ég höndlaði þetta ekki nægilega vel og á tíma var ég með átröskun. Þú ert með þjálfara, umboðsmenn og hina og þessa að segja manni að gera ekki hlutina svona og maður fer í einhvern graut inni í sér. Ég fór í afmæli og langaði að fá mér köku og þá fer maður í samviskubitið og borðar ekki neitt í tvo daga. Maður fer í búlimíu, anorexíu eða hvað það er,“ segir Ragnheiður sem kastaði oft á tíðum matnum upp rétt eftir að hafa fengið sér að borða. „Það er víst algengara en ég hélt hjá sundkonum og ég komst að því. Ég veit kannski meira um sundkonur heldur en aðrar íþróttakonur. Í íþróttum er þetta kannski algengara en maður myndi halda. Ég fór mjög snemma að huga að matarræði og borða eftir ákveðnu prógrammi. Rosalega fjölbreytt og hollt og ég var ekki að hakka í mig pasta eða sykri. Þegar það síðan gerðist, þá kom samviskubitið og maður fór alveg í kleinu. Ég hef lært mikið af þessu og vildi að ég gæti sagt fleiri íþróttakonum að kynna sér þetta vel og ekki detta í þessa gryfju því það er hræðilegt að díla við svona og ströggla við svona.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Ragnheiður einnig um sundferilinn, leiklistina, Hollywood, Ólympíuleikana og þegar hún kynntist Kobe Bryant, fyrirsætuferilinn, tónlistina og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira