Innlent

Djúpavatnsleið lokuð eftir grjóthrun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lokunina má sjá á vef Vegagerðarinnar. Þá er verið að malbika veginn til Grindavíkur sem er fyrir vikið lokaðu. Hjáleið er um Nesveg og Hafnarveg.
Lokunina má sjá á vef Vegagerðarinnar. Þá er verið að malbika veginn til Grindavíkur sem er fyrir vikið lokaðu. Hjáleið er um Nesveg og Hafnarveg.

Veginum um Djúpavatnsleið á Reykjanesi, nærri upptökum skjálfta sem orðið hafa síðdegis, hefur verið lokað vegna grjótfalls. Þetta segir Jóhann K. Jóhannsson upplýsingafulltrúi Almannavarna í samtali við Vísi.

Lokunina má sjá á korti Vegagerðarinnar að ofan en hún mun að sögn Jóhanns vera í um þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægð frá Krýsuvíkurvegi, númer 42 á kortinu.

Talsvert grjót hefur fallið úr hlíðinni og niður á veginn að sögn Jóhanns.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.