Lífið

Seljalandsfoss á lista yfir fallegustu staði Evrópu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það hafa eflaust flestir Íslendingar séð Seljalandsfoss. 
Það hafa eflaust flestir Íslendingar séð Seljalandsfoss. 

Nú þegar heimsfaraldur ríður yfir heimsbyggðina er í raun það eina sem hægt er að gera þegar kemur að ferðalögum er að plana næstu ferð.

Þegar túrisminn flýgur af stað á nýjan leik vill fólk sennilega vera búið að ákveða næsta áfangastað og hafa allir haft nægan tíma til.

Á YouTube-síðunni Touropia er búið að taka saman 25 fallegustu staði álfunnar. Og á listanum má finna Seljalandsfoss, foss í Seljalandsá þar sem hún steypist fram af hömrum Vestur-Eyjafjalla norðan við Seljaland.

Eins og margir Íslendingar vita er hægt að ganga fyrir aftan fossinn og vekur það alltaf mikla athygli ferðamanna.

Seljalandsfoss er á listanum með fjölmörgum öðrum fallegum stöðum í Evrópu og má meðal annars nefna Feneyjar, Madeira í Portúgal, Lappland, Kravica fossarnari í Bosníu og margir fleiri fallegir staðir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.