Lífið

Segir barnið upplifa að ofbeldið sem það lenti í hafi ógnað lífi þess

Stefán Árni Pálsson skrifar
Konan sem fékk dóttur Guðrúnar í varanlegt fóstur. 
Konan sem fékk dóttur Guðrúnar í varanlegt fóstur. 

Í síðasta þætti af Fósturbörnum sagði Guðrún frá því að hún hefði misst börnin sín þrjú vegna ásakana um ítrekað ofbeldi.

Guðrún kláraði viðskiptafræði í einum virtasta háskóla Kaupmannahafnar, var ekki óreglumanneskja en missti samt sem áður tökin.

Hún fær lítið að hitta börn sín og er ekki sátt en í þættinum í kvöld fá áhorfendur að kynnast fósturforeldrum tveggja barna hennar og heyra þeirra hlið sem er töluvert önnur en Guðrúnar.

„Hún hefur lent í margra ára vanrækslu og andlegu og líkamlegu ofbeldi, og eiginlega öllu því sem við viljum að börn lendi ekki í,“ segir fósturmóðir dóttur Guðrúnar.

„Þetta gekk mjög langt og barnið sjálft upplifir að það ofbeldi sem hún hafi einstaka sinnum lent í hafi ógnað lífi hennar. Þegar hún kemur til mín þá kemur hún með þannig áverka að maður trúði þeirri sögu mjög vel. Hún var með handaáverka á hálsi eins og hafi verið þrengt að öndunarvegi og sprungnar æðar í augunum og bara ofboðslega illa farin.“

Klippa: Barnið sjálft upplifir það ofbeldi sem hún lenti í hafi ógnað lífi hennar


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.