Innlent

Tollamál, stjórnarskrá, flugvöllur og fleira í Víglínunni

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar

Tollamál, þjóðaratkvæðagreiðslur, Reykjavíkurflugvöllur og stjórnarskráin verða til umræðu í Víglínunni í dag. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Helgu Baldvins Bjargardóttur formann Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá til að ræða þessi mál.

Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, bróðurparti þingmanna Miðflokksins, tveggja þingmanna Flokks fólksins ásamt einum þingmanni Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framtíð Reykjavíkurflugvallar. En það er aðeins tæpt ár frá því samgönguráðherra og borgarstjóri skrifuðu einmitt undir samkomulag um það mál.

Á morgun munu síðan nokkur samtök sem staðið hafa fyrir undirskriftarsöfnun með áskorun til Alþingis um að afgreiða nýja stjórnarskrá fyrir kosningarnar í lok september á næsta ári. Fjórar tillögur frá forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni verða lagðar fram á þinginu á næstu vikum, en ríkisstjórnin vinnur eftir áætlun um áfangabreytingar á stjórnarskránni sem ef gengur eftir mun taka tólf ár.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×