Makar krabbameinssjúklinga upplifa sig út undan í ferlinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2020 12:30 Félagið flutti starfsemina sína á dögunum í nýtt húsnæði á Selfossi, sem er við Eyraveg 31. Það er bjart og fallegt með nóg af plássi fyrir alla. Magnús Hlynur Hreiðarsson Makar þeirra, sem greinast með krabbamein upplifa sig út undan í ferlinu og vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga á meðan makinn er í sinni krabbameinsmeðferð. Krabbameinsfélag Árnessýslu ætlar að bregðast við þessu og koma á fót stuðningshópi fyrir maka þeirra, sem eru í krabbameinsferli. Krabbameinsfélag Árnessýslu var stofnað 29.maí 1971 og fagnar því 50 ára afmæli á næsta ári. Í félaginu eru um 300 manns og hefur starfið sjaldan eða aldrei verið eins öflugt og nú. Félagið heldur t.d. úti stuðningshópum fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra og sérstakur hópur, Smárarnir eru fyrir karla, sem greinst hafa með krabbamein. Svanhildur Ólafsdóttir er formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu. Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Starfið hjá okkur gengur mikið út á það að vera bara til staðar fyrir fólkið í okkar samfélagi, veita fræðslu og veita félagsskap. Það er erfitt að vera í krabbameinsferlinu og detta út úr daglegri rútínu,“ segir Svanhildur Krabbameinsfélag Árnessýslu er með heilmikla starfsemi „Já, við erum alltaf að eflast, núna vorum við að flytja í nýtt húsnæði, sem gerir okkur kleift að efla þjónustuna enn þá frekar eins og að vera með fastan opnunartíma, fjölga viðtölum og vera með námskeið og fræðslumola, sem allir geta nýtt sér.“ Svanhildur segir að það hafi mikið breyst hjá félaginu þegar Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir hóf störf á sjúkrahúsinu á Selfossi því nú þurfa Sunnlendingar ekki að keyra lengur til Reykjavíkur til að komast til krabbameinslæknis. Mjög vel er passað upp á allar sóttvarnir í nýja húsinu vegna Covid-19.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir að nú standi til að halda sérstaklega vel utan um maka þeirra, sem hafa fengið krabbamein eða eru í krabbameinsmeðferð, nýlega rannsókn Stefaníu Þóru Jónsdóttur, félagsráðgjafa hafi sýnt nauðsyn þess. „Niðurstöðurnar sýna að við erum svolítið að gleyma mökunum, þeir upplifa sig út undan í ferlinu og þeim vantar leiðbeiningar, fræðslu og utanumhald. Þannig að við ætlum að bregðast við því og erum að byrja með núna í október makahóp, sérstakan stuðningshóp bara fyrir makan,“ segir Svanhildur. Krabbameinsfélag Árnessýslu fagnar 50 ára afmæli sínu á næsta ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Makar þeirra, sem greinast með krabbamein upplifa sig út undan í ferlinu og vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga á meðan makinn er í sinni krabbameinsmeðferð. Krabbameinsfélag Árnessýslu ætlar að bregðast við þessu og koma á fót stuðningshópi fyrir maka þeirra, sem eru í krabbameinsferli. Krabbameinsfélag Árnessýslu var stofnað 29.maí 1971 og fagnar því 50 ára afmæli á næsta ári. Í félaginu eru um 300 manns og hefur starfið sjaldan eða aldrei verið eins öflugt og nú. Félagið heldur t.d. úti stuðningshópum fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra og sérstakur hópur, Smárarnir eru fyrir karla, sem greinst hafa með krabbamein. Svanhildur Ólafsdóttir er formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu. Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Starfið hjá okkur gengur mikið út á það að vera bara til staðar fyrir fólkið í okkar samfélagi, veita fræðslu og veita félagsskap. Það er erfitt að vera í krabbameinsferlinu og detta út úr daglegri rútínu,“ segir Svanhildur Krabbameinsfélag Árnessýslu er með heilmikla starfsemi „Já, við erum alltaf að eflast, núna vorum við að flytja í nýtt húsnæði, sem gerir okkur kleift að efla þjónustuna enn þá frekar eins og að vera með fastan opnunartíma, fjölga viðtölum og vera með námskeið og fræðslumola, sem allir geta nýtt sér.“ Svanhildur segir að það hafi mikið breyst hjá félaginu þegar Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir hóf störf á sjúkrahúsinu á Selfossi því nú þurfa Sunnlendingar ekki að keyra lengur til Reykjavíkur til að komast til krabbameinslæknis. Mjög vel er passað upp á allar sóttvarnir í nýja húsinu vegna Covid-19.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir að nú standi til að halda sérstaklega vel utan um maka þeirra, sem hafa fengið krabbamein eða eru í krabbameinsmeðferð, nýlega rannsókn Stefaníu Þóru Jónsdóttur, félagsráðgjafa hafi sýnt nauðsyn þess. „Niðurstöðurnar sýna að við erum svolítið að gleyma mökunum, þeir upplifa sig út undan í ferlinu og þeim vantar leiðbeiningar, fræðslu og utanumhald. Þannig að við ætlum að bregðast við því og erum að byrja með núna í október makahóp, sérstakan stuðningshóp bara fyrir makan,“ segir Svanhildur. Krabbameinsfélag Árnessýslu fagnar 50 ára afmæli sínu á næsta ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira