Innlent

Forsetaframboð Guðmundar Franklín kostaði hann og stuðningsmenn fimm milljónir króna

Jakob Bjarnar skrifar
Kosningabaráttan kostaði áskorandann Guðmund Franklín talsvert meira en Guðna.
Kosningabaráttan kostaði áskorandann Guðmund Franklín talsvert meira en Guðna. visir/vilhelm

Forsetaframboð Guðmundar Franklín kostaði tæpar fimm milljónir króna. Þetta kemur fram í rekstrarreikningi sem hann hefur skilað inn til ríkisendurskoðunar í samræmi við lög um upplýsingaskyldu fjármálasamtaka og frambjóðenda. Þar kemur fram að kostnaður vegna framboðsins eru tæpar fimm milljónir króna.

Sjá má skjáskot af rekstrarreikningi hér neðar en þar kemur fram að framlög Guðmundar sjálfs til framboðsins var rúmlega 1,6 milljón króna. Helsti kostnaðarliður rekstrarreikningsins eru auglýsingar og kynningarkostnaður eða 3,5 milljónir króna.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, lagði ekki eins mikið til kosningabaráttunnar eins og sá sem skoraði hann á hólm. Kostnaður vegna framboðsins var rúmlega 1,5 milljón en tekstrartekjur hins vegar rúmar tvær milljónir. Afgangur var af framboði Guðna eða sem nemur 612 þúsund krónum.

Sjá má rekstrarskil Guðna hér neðar.

Eins og þjóðinni er líkast til í fersku minni gersigraði Guðni andstæðing sinn í forsetakosningunum sem fram fóru 27. júlí í sumar með 92,2 prósentum greiddra atvæða. Kjörsókn var tæp 66,9 prósent.  Guðmundur Franklín gerði hvað sem hann gat til að koma höggum á forsetann en Guðni sjálfur taldi þau klámhögg sum hver.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.