Hætta við að skrá sig í bakvarðasveit vegna skerðinga á lánum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2020 12:27 Aníta segir að mun fleiri myndu skrá sig á lista ef ekki væri fyrir skerðingar og ófullnægjandi svigrúm. Aníta Runólfsdóttir Skerðing á námslánum og ófullnægjandi svigrúm háskólanna í yfirstandandi bylgju kórónuveirufaraldursins hefur orðið til þess að fjölmargt ungt fólk hefur hætt við að skrá sig í bakvarðasveitina. Anítu Runólfsdóttur, sjúkraliða í námi, rennur blóðið til skyldunnar en hún segist ekki mega við neinum skerðingum því hún hafi tvö börn á sínu framfæri. Á upplýsingafundi almannavarna í gær biðlaði Alma Möller, landlæknir, til fólks að skrá sig í bakvarðasveitina því þörfin væri mikil. Ekki hefur gengið eins vel að manna bakvarðasveitina í yfirstandandi bylgju og í vor. Í fyrstu bylgju faraldursins skráðu yfir þúsund manns sig í bakvarðasveitina en í þetta sinn hafa rúmlega þrjú hundruð skráð sig. Aníta hefur sterkan grun um að skerðingar á námslánum og ófullnægjandi svigrúm háskólanna í þriðju bylgju valdi því að fólk skráir sig síður á lista. Í fyrstu bylgjunni fengu nemendur annað hvort „staðið“ eða „fallið“ fyrir námskeið. Slíku svigrúmi sé þó ekki fyrir að fara nú. „Ég er heilbrigðismenntuð - er sjúkraliði og í námi í félagsráðgjöf og hefði haft áhuga á að sinna bakvarðasveitinni mun betur og taka meiri þátt þar sem það vantar bæði innan félags- og heilbrigðiskerfisins. Það sem aftrar mér frá því að taka virkari þátt er sú staðreynd að ef ég tek of margar vaktir þá mun það hafa skerðingu í för með sér. Þá tekur skólinn í ekki jafn virkan þátt í að sýna tillit varðandi einkunnir í skólanum.“ Aníta segir að á meðal nemenda sé mikið rætt um þær hindranir sem standi í vegi fyrir því að nemar taki þátt í bakvarðasveitinni. Sem sé mikil synd því fjölmargir hafi áhuga á að leggja hönd á plóg. „Þetta hefur verið til umræðu. Fólk sem er í námi hefur sérstaklega haft orð á því að það vanti virkilega svigrúm til að hægt sé að stökkva í vinnu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Þriðja legudeildin opnar, gjörgæslurýmum fjölgað og smit á fíknigeðdeild Landspítalinn hyggst opna þriðju Covid- legudeildina og gjörgæslurýmum hefur verið fjölgað að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. Mikið álag sé á starfsfólki og mikilvægt að geta sótt til bakvarðasveitarinnar. Smit kom upp á fíknigeðdeild í gær. 15. október 2020 19:00 Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 15. október 2020 12:29 Síðustu dagar þungir eftir metfjölda sjúkraflutninga Met voru slegin í tvígang í vikunni þegar kemur að fjölda sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsstjóri segir að síðustu dagar hafi reynt á mannskapinn. 11. október 2020 12:38 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Skerðing á námslánum og ófullnægjandi svigrúm háskólanna í yfirstandandi bylgju kórónuveirufaraldursins hefur orðið til þess að fjölmargt ungt fólk hefur hætt við að skrá sig í bakvarðasveitina. Anítu Runólfsdóttur, sjúkraliða í námi, rennur blóðið til skyldunnar en hún segist ekki mega við neinum skerðingum því hún hafi tvö börn á sínu framfæri. Á upplýsingafundi almannavarna í gær biðlaði Alma Möller, landlæknir, til fólks að skrá sig í bakvarðasveitina því þörfin væri mikil. Ekki hefur gengið eins vel að manna bakvarðasveitina í yfirstandandi bylgju og í vor. Í fyrstu bylgju faraldursins skráðu yfir þúsund manns sig í bakvarðasveitina en í þetta sinn hafa rúmlega þrjú hundruð skráð sig. Aníta hefur sterkan grun um að skerðingar á námslánum og ófullnægjandi svigrúm háskólanna í þriðju bylgju valdi því að fólk skráir sig síður á lista. Í fyrstu bylgjunni fengu nemendur annað hvort „staðið“ eða „fallið“ fyrir námskeið. Slíku svigrúmi sé þó ekki fyrir að fara nú. „Ég er heilbrigðismenntuð - er sjúkraliði og í námi í félagsráðgjöf og hefði haft áhuga á að sinna bakvarðasveitinni mun betur og taka meiri þátt þar sem það vantar bæði innan félags- og heilbrigðiskerfisins. Það sem aftrar mér frá því að taka virkari þátt er sú staðreynd að ef ég tek of margar vaktir þá mun það hafa skerðingu í för með sér. Þá tekur skólinn í ekki jafn virkan þátt í að sýna tillit varðandi einkunnir í skólanum.“ Aníta segir að á meðal nemenda sé mikið rætt um þær hindranir sem standi í vegi fyrir því að nemar taki þátt í bakvarðasveitinni. Sem sé mikil synd því fjölmargir hafi áhuga á að leggja hönd á plóg. „Þetta hefur verið til umræðu. Fólk sem er í námi hefur sérstaklega haft orð á því að það vanti virkilega svigrúm til að hægt sé að stökkva í vinnu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Þriðja legudeildin opnar, gjörgæslurýmum fjölgað og smit á fíknigeðdeild Landspítalinn hyggst opna þriðju Covid- legudeildina og gjörgæslurýmum hefur verið fjölgað að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. Mikið álag sé á starfsfólki og mikilvægt að geta sótt til bakvarðasveitarinnar. Smit kom upp á fíknigeðdeild í gær. 15. október 2020 19:00 Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 15. október 2020 12:29 Síðustu dagar þungir eftir metfjölda sjúkraflutninga Met voru slegin í tvígang í vikunni þegar kemur að fjölda sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsstjóri segir að síðustu dagar hafi reynt á mannskapinn. 11. október 2020 12:38 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þriðja legudeildin opnar, gjörgæslurýmum fjölgað og smit á fíknigeðdeild Landspítalinn hyggst opna þriðju Covid- legudeildina og gjörgæslurýmum hefur verið fjölgað að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. Mikið álag sé á starfsfólki og mikilvægt að geta sótt til bakvarðasveitarinnar. Smit kom upp á fíknigeðdeild í gær. 15. október 2020 19:00
Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 15. október 2020 12:29
Síðustu dagar þungir eftir metfjölda sjúkraflutninga Met voru slegin í tvígang í vikunni þegar kemur að fjölda sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsstjóri segir að síðustu dagar hafi reynt á mannskapinn. 11. október 2020 12:38