Vilja lækka kosningaaldur Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2020 11:35 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Búið er að leggja fram frumvarp um að lækka kosningaaldur í 16 ár fram á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, en auk hans koma flytja tíu þingmenn úr Viðreisn, Pírötum, Samfylkingu og einn þingmaður utan flokka, frumvarpið með honum. Í tilkynningu frá Andrési segir að lækkun kosningaaldurs hafi verið til umræðu á Alþingi í þrettán ár. Frá því að Hlynur Hallsson og Kolbrún Hallsdóttir hafi lagt fram frumvarp þess efnis. Síðan þá hafi sambærileg frumvörp verið lögð fram en ekki verið samþykkt. Að þessu sinni væri frumvarpinu ætlað að gera breytingar á stjórnarskrá svo kosningaaldur í öllum kosningum myndi breytast. Síðast hafi eingöngu verið til umræðu að breyta aldri í sveitarstjórnarkosningum. „Frumvarpið er hugsað til að styrkja lýðræðið með því að bregðast við aukinni kröfu ungs fólks um að hafa tækifæri til að taka virkan þátt í mótun samfélagsins. Rödd ungu kynslóðarinnar er sjálfsagður og ómissandi þáttur í því að bæta lífið í landinu, og með lækkun kosningaaldurs getur stærri hópur ungs fólks haft bein áhrif gegnum kosningar,“ segir í tilkynningu Andrésar. Hann segir einnig að breytingin myndi auðga stjórnmálin með nýjum hugmyndum á sama tíma og þjóðin sé að eldast. „Eða í stuttu máli: Fleiri og yngri kjósendur myndu gera samfélagið betra.“ Allir flutningsmenn frumvarpsins, sem finna má hér, eru Andrés Ingi Jónsson, Björn Leví Gunnarsson, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Steindór Valdimarsson, Logi Einarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira
Búið er að leggja fram frumvarp um að lækka kosningaaldur í 16 ár fram á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, en auk hans koma flytja tíu þingmenn úr Viðreisn, Pírötum, Samfylkingu og einn þingmaður utan flokka, frumvarpið með honum. Í tilkynningu frá Andrési segir að lækkun kosningaaldurs hafi verið til umræðu á Alþingi í þrettán ár. Frá því að Hlynur Hallsson og Kolbrún Hallsdóttir hafi lagt fram frumvarp þess efnis. Síðan þá hafi sambærileg frumvörp verið lögð fram en ekki verið samþykkt. Að þessu sinni væri frumvarpinu ætlað að gera breytingar á stjórnarskrá svo kosningaaldur í öllum kosningum myndi breytast. Síðast hafi eingöngu verið til umræðu að breyta aldri í sveitarstjórnarkosningum. „Frumvarpið er hugsað til að styrkja lýðræðið með því að bregðast við aukinni kröfu ungs fólks um að hafa tækifæri til að taka virkan þátt í mótun samfélagsins. Rödd ungu kynslóðarinnar er sjálfsagður og ómissandi þáttur í því að bæta lífið í landinu, og með lækkun kosningaaldurs getur stærri hópur ungs fólks haft bein áhrif gegnum kosningar,“ segir í tilkynningu Andrésar. Hann segir einnig að breytingin myndi auðga stjórnmálin með nýjum hugmyndum á sama tíma og þjóðin sé að eldast. „Eða í stuttu máli: Fleiri og yngri kjósendur myndu gera samfélagið betra.“ Allir flutningsmenn frumvarpsins, sem finna má hér, eru Andrés Ingi Jónsson, Björn Leví Gunnarsson, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Steindór Valdimarsson, Logi Einarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira