Borgin sýknuð af kröfu kennara sem vildi ekki hætta vegna aldurs Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2020 18:58 Kennarinn starfaði við Breiðholtsskóla og óskaði eftir því að halda áfram störfum eftir sjötugt. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg var sýknuð af skaðabótakröfu grunnskólakennara sem var gert að hætta störfum vegna aldurs í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Kennarinn byggði meðal annars á því að ákvæði kjarasamnings um starfslok við sjötugsaldur brytu gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Skólastjóri Breiðholtsskóla hafnaði ósk konu sem starfaði sem sérkennari um að fá að halda áfram störfum eftir sjötugt þrátt fyrir að kveðið væri á um starfslok kennara við sjötugt í kjarasamningi grunnskólakennara í maí í fyrra. Konunni var því tilkynnt um starfslok í ágúst. Konan höfðaði þá mál og krafðist aðallega að ákvörðunin um starfslok hennar yrði ógilt. Héraðsdómur vísaði þeirri kröfu frá í apríl og ákvað konan að una úrskurðinum. Hún krafðist þess áfram að skaðabótaskylda borgarinnar gagnvart henni vegna tjóns sem leiddi af uppsögninni yrði viðurkennd. Vildi hún að borgin greiddi henni eina og hálfa milljón krónur. Reisti kennarinn mál sitt meðal annars á því að ákvæði kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands vegna Félags grunnskólakennara um að starfsmenn láti af starfi þegar þeir eru fullra 70 ára að aldri væri ólögmætt. Það bryti gegn æðri réttindum konunnar sem væru tryggð í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Ákvörðunin um að segja henni upp störfum væri inngrip í eignarrétt og atvinnufrelsi hennar. Á þau rök féllst héraðsdómur ekki. Ekki væri hægt að líta fram hjá dómaframkvæmd Hæstaréttar um að lagaákvæði um hámarksaldur feli ekki í sér brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar eða jafnræðisreglu. Stéttarfélag kennarans hafi samið um ákvæðið í umboði félagsmanna sinna og hafi til þess stjórnarskrárverndaðan rétt. Kennarinn hafi ekki gert ágreining um að kjarasamningurinn skyldi gilda um starfskjör hennar og þar sem hún skrifaði undir ráðningarsamning hafi hann ekki átt réttmætar væntingar um lengri starfsaldur. Sýknaði dómurinn því Reykjavíkurborg af kröfu konunnar um greiðslu miskabóta og viðurkenningu á bótaskyldu. Ákveðið var að fella niður málskostnað í ljósi atvika málsins, sérstaklega þar sem í því hafi reynt á lagareglur sem ekki hafi áður reynt á fyrir íslenskum dómstólum. Dómsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Reykjavíkurborg var sýknuð af skaðabótakröfu grunnskólakennara sem var gert að hætta störfum vegna aldurs í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Kennarinn byggði meðal annars á því að ákvæði kjarasamnings um starfslok við sjötugsaldur brytu gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Skólastjóri Breiðholtsskóla hafnaði ósk konu sem starfaði sem sérkennari um að fá að halda áfram störfum eftir sjötugt þrátt fyrir að kveðið væri á um starfslok kennara við sjötugt í kjarasamningi grunnskólakennara í maí í fyrra. Konunni var því tilkynnt um starfslok í ágúst. Konan höfðaði þá mál og krafðist aðallega að ákvörðunin um starfslok hennar yrði ógilt. Héraðsdómur vísaði þeirri kröfu frá í apríl og ákvað konan að una úrskurðinum. Hún krafðist þess áfram að skaðabótaskylda borgarinnar gagnvart henni vegna tjóns sem leiddi af uppsögninni yrði viðurkennd. Vildi hún að borgin greiddi henni eina og hálfa milljón krónur. Reisti kennarinn mál sitt meðal annars á því að ákvæði kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands vegna Félags grunnskólakennara um að starfsmenn láti af starfi þegar þeir eru fullra 70 ára að aldri væri ólögmætt. Það bryti gegn æðri réttindum konunnar sem væru tryggð í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Ákvörðunin um að segja henni upp störfum væri inngrip í eignarrétt og atvinnufrelsi hennar. Á þau rök féllst héraðsdómur ekki. Ekki væri hægt að líta fram hjá dómaframkvæmd Hæstaréttar um að lagaákvæði um hámarksaldur feli ekki í sér brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar eða jafnræðisreglu. Stéttarfélag kennarans hafi samið um ákvæðið í umboði félagsmanna sinna og hafi til þess stjórnarskrárverndaðan rétt. Kennarinn hafi ekki gert ágreining um að kjarasamningurinn skyldi gilda um starfskjör hennar og þar sem hún skrifaði undir ráðningarsamning hafi hann ekki átt réttmætar væntingar um lengri starfsaldur. Sýknaði dómurinn því Reykjavíkurborg af kröfu konunnar um greiðslu miskabóta og viðurkenningu á bótaskyldu. Ákveðið var að fella niður málskostnað í ljósi atvika málsins, sérstaklega þar sem í því hafi reynt á lagareglur sem ekki hafi áður reynt á fyrir íslenskum dómstólum.
Dómsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent