Emmsjé Gauti ávarpaði þjóðina: „Ekki unnt að halda Jülevenner“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. október 2020 12:24 Gauti ávarpaði þjóðina í hádeginu. „Góðir Íslendingar. Ég hef ég óskað eftir því að fá að ávarpa ykkur á þessari stundu. Heimsbyggðin öll gengur nú í gegnum miklar samkomu takmarkanir og má jafna áhrifum þeirra á jólatónleikahald heimsins við krossfestingu Jesú Krists. Stórir og stöndugir jólatónleikar beggja vegna Atlantshafsins hafa orðið samkomutakmörkunum að bráð og ríkisstjórnir í mörgum löndum róa nú lífróður til að bjarga þeim jólatónleikum sem bjargað verður,“ sagði Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, í ávarpi sínu til þjóðarinnar í hádeginu í dag. Þar tilkynnti hann að ekki yrðu hefðbundnir jólatónleikar hjá honum ár en hann hefur síðastliðin ár staðið fyrir jólatónleikaröðinni Jülevenner. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sér hann sér ekki fært að standa fyrir jólatónleikum í ár. „Það er með harm í brjósti sem ég tilkynni að í ljósi aðstæðna verður ekki unnt að halda Jülevenner Emmsjé Gauta jólin 2020. Engin ábyrgur jólatónleikahaldari teflir framtíð þjóðar sinnar í slíka tvísýnu, jafnvel þótt fórna þurfi skemmtilegasta kvöldi ársins, Jülevenner Emmsjé Gauta.“ Hann segist hafa fengið stórfyrirtæki hér á landi til að aðstoða sig við að finna lausn á málinu og eru það fyrirtækin Tuborg, Dominos og verslunarkeðjan Iceland. Þar nefndi hann jólaplötu sem væri á leiðinni en hún ber heitið Það eru komin jül, sérstök Jülepizza verður til sölu og mun hún bragðast eins og hamborgari og sérstakt Jülevenner jóladagatal verði til sölu. „Góðir landsmenn. Verkefni stjórnvalda á næstu dögum er skýrt: að koma í veg fyrir að upplausnarástand skapist vegna þess að Jülevenner Emmsjé Gauta fellur niður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur og mæta sterkari til leiks á Jülevenner (Emmsjé Gauta) 2021. Guð blessi Jülevenner,“ sagði Gauti að lokum. Jól Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
„Góðir Íslendingar. Ég hef ég óskað eftir því að fá að ávarpa ykkur á þessari stundu. Heimsbyggðin öll gengur nú í gegnum miklar samkomu takmarkanir og má jafna áhrifum þeirra á jólatónleikahald heimsins við krossfestingu Jesú Krists. Stórir og stöndugir jólatónleikar beggja vegna Atlantshafsins hafa orðið samkomutakmörkunum að bráð og ríkisstjórnir í mörgum löndum róa nú lífróður til að bjarga þeim jólatónleikum sem bjargað verður,“ sagði Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, í ávarpi sínu til þjóðarinnar í hádeginu í dag. Þar tilkynnti hann að ekki yrðu hefðbundnir jólatónleikar hjá honum ár en hann hefur síðastliðin ár staðið fyrir jólatónleikaröðinni Jülevenner. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sér hann sér ekki fært að standa fyrir jólatónleikum í ár. „Það er með harm í brjósti sem ég tilkynni að í ljósi aðstæðna verður ekki unnt að halda Jülevenner Emmsjé Gauta jólin 2020. Engin ábyrgur jólatónleikahaldari teflir framtíð þjóðar sinnar í slíka tvísýnu, jafnvel þótt fórna þurfi skemmtilegasta kvöldi ársins, Jülevenner Emmsjé Gauta.“ Hann segist hafa fengið stórfyrirtæki hér á landi til að aðstoða sig við að finna lausn á málinu og eru það fyrirtækin Tuborg, Dominos og verslunarkeðjan Iceland. Þar nefndi hann jólaplötu sem væri á leiðinni en hún ber heitið Það eru komin jül, sérstök Jülepizza verður til sölu og mun hún bragðast eins og hamborgari og sérstakt Jülevenner jóladagatal verði til sölu. „Góðir landsmenn. Verkefni stjórnvalda á næstu dögum er skýrt: að koma í veg fyrir að upplausnarástand skapist vegna þess að Jülevenner Emmsjé Gauta fellur niður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur og mæta sterkari til leiks á Jülevenner (Emmsjé Gauta) 2021. Guð blessi Jülevenner,“ sagði Gauti að lokum.
Jól Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira