Innlent

Leik­skóla­deild lokað á Akur­eyri eftir að barn greindist með veiruna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Leikskóladeildin Árholt.
Leikskóladeildin Árholt. Akureyrarbær

Leikskóladeildinni Árholti á Akureyri var lokað í morgun eftir að barn þar greindist með kórónuveiruna. Allt starfsfólk leikskóladeildarinnar og börn eru farin í varúðarsóttkví vegna smitsins. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ. Þar segir jafnframt að nú sé beðið frekari fyrirmæla frá sóttvarnayfirvöldum. 

Í Árholti hafa verð 17 börn og 7 starfsmenn en deildin tilheyrir leikskólanum Tröllaborgum. Þrettán eru með virkt kórónuveirusmit á Norðurlandi eystra og 78 í sóttkví, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×