Innlent

Frjáls­lyndi lýð­ræðis­flokkurinn býður fram til Al­þingis

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðmundur Franklín Jónsson bauð sig fram í forsetakosningunum í júní síðastliðnum og stefnir nú á þingframboð.
Guðmundur Franklín Jónsson bauð sig fram í forsetakosningunum í júní síðastliðnum og stefnir nú á þingframboð. Vísir/Vilhelm

Guðmundur Franklín Jónsson, athafnamaður í ferðaþjónustu sem bauð sig fram í síðustu forsetakosningum, hyggst bjóða sig fram til Alþingis á næsta ári undir merkjum Frjálslynda lýðræðisflokksins.

Vísir greindi frá því í lok síðasta mánaðar að Guðmundur undirbyggi hugsanlegt framboð til Alþingis en nú er sem sagt búið að ákveða að Frjálslynda lýðræðisflokkurinn mun bjóða fram í þingkosningunum sem fara fram næsta haust.

Í samtali við Vísi segir Guðmundur að ekki sé búið að stofna flokkinn formlega en það verði gert á stofnfundi sem fari að öllum líkindum fram í byrjun næsta árs, væntanlega í lok janúar eða byrjun febrúar, ef kórónuveirufaraldurinn leyfir. Á stofnfundinum hyggst hann bjóða sig fram sem formann flokksins.

Guðmundur segir um 200 manns vinni nú að stefnuskrá flokksins sem stefnt sé á að verði tilbúin fyrir stofnfundinn.

Aðalmálið á stefnuskrá flokksins verður beint lýðræði að sögn Guðmundar og nefnir hann þjóðaratkvæðagreiðslur í því samhengi og að farið verði eftir þeim.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×