Segja kröfur vegna launaþjófnaðar nema milljarði á fimm árum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2020 19:52 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Heildarkröfur Eflingar á hendur atvinnurekendum, vegna vangoldinna launa félagsmanna í Eflingu, nema ríflega milljarði sé horft til síðustu fimm ára. Stéttarfélagið hefur „blásið til herferðar til að þrýsta á um að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi,“ líkt og það er orðað í tilkynningu frá Eflingu. Félagið vill meina að launaþjófnaður sé mun viðameira vandamál heldur en fyrrnefnd upphæð gefi til kynna. Önnur stéttarfélög taki við sambærilegum erindum en auk þess leiti ekki allir sem verði fyrir launaþjófnaði réttar síns gagnvart atvinnurekendum, til að mynda af ótta við að missa vinnuna. Þeim hafi þó farið fjölgandi sem leiti eftir aðstoð stéttarfélaga með erindi af þessum toga. Flestar kröfur nemi 380 til 490 þúsund krónum „Kröfum Kjaramálasviðs Eflingar fyrir hönd félagsmanna hefur fjölgað úr 200 á ári upp í 700 á síðustu fimm árum. Að sama skapi hefur heildarupphæð krafna farið stighækkandi og nam 345 milljónum króna á síðasta ári,“ segir í tilkynningu Eflingar. Algengast sé að kröfur stéttarfélagsins fyrir hönd einstakra félagsmanna nemi á bilinu 380 til 490 þúsund krónum og langan tíma geti tekið að innheimta hverja kröfu. „Á meðan situr launamaðurinn uppi með skaðann af því að geta ekki séð sér fyrir nauðþurftum og staðið skil á skuldbindingum eins og leigu,“ segir í tilkynningunni. Segja ekkert bóla á efndum gefinna loforða um viðurlög Þá vekur Efling máls á því í tilkynningu sinni að hvorki launaþjófnaður né önnur brot sem framin séu gagnvart „lágmarkskjörum verkafólks“ séu refsiverð á Íslandi, janvel þótt slík viðurlög sé að finna í kjarasamningum. „Efling fór fram á að viðurlög af þessu tagi yrðu sett inn í kjarasamning sinn við Samtök atvinnulífsins veturinn 2018 til 2019. Í framhaldi af því gáfu stjórnvöld loforð um að slík viðurlög yrðu sett inn í íslenska löggjöf í yfirlýsingu undir yfirskriftinni Stuðningur stjórnvalda við lífskjarasamningana. Ekkert bólar þó á efndum þrátt fyrir ítrekaðar áminningar þar um,“ segir í tilkynningunni. Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Heildarkröfur Eflingar á hendur atvinnurekendum, vegna vangoldinna launa félagsmanna í Eflingu, nema ríflega milljarði sé horft til síðustu fimm ára. Stéttarfélagið hefur „blásið til herferðar til að þrýsta á um að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi,“ líkt og það er orðað í tilkynningu frá Eflingu. Félagið vill meina að launaþjófnaður sé mun viðameira vandamál heldur en fyrrnefnd upphæð gefi til kynna. Önnur stéttarfélög taki við sambærilegum erindum en auk þess leiti ekki allir sem verði fyrir launaþjófnaði réttar síns gagnvart atvinnurekendum, til að mynda af ótta við að missa vinnuna. Þeim hafi þó farið fjölgandi sem leiti eftir aðstoð stéttarfélaga með erindi af þessum toga. Flestar kröfur nemi 380 til 490 þúsund krónum „Kröfum Kjaramálasviðs Eflingar fyrir hönd félagsmanna hefur fjölgað úr 200 á ári upp í 700 á síðustu fimm árum. Að sama skapi hefur heildarupphæð krafna farið stighækkandi og nam 345 milljónum króna á síðasta ári,“ segir í tilkynningu Eflingar. Algengast sé að kröfur stéttarfélagsins fyrir hönd einstakra félagsmanna nemi á bilinu 380 til 490 þúsund krónum og langan tíma geti tekið að innheimta hverja kröfu. „Á meðan situr launamaðurinn uppi með skaðann af því að geta ekki séð sér fyrir nauðþurftum og staðið skil á skuldbindingum eins og leigu,“ segir í tilkynningunni. Segja ekkert bóla á efndum gefinna loforða um viðurlög Þá vekur Efling máls á því í tilkynningu sinni að hvorki launaþjófnaður né önnur brot sem framin séu gagnvart „lágmarkskjörum verkafólks“ séu refsiverð á Íslandi, janvel þótt slík viðurlög sé að finna í kjarasamningum. „Efling fór fram á að viðurlög af þessu tagi yrðu sett inn í kjarasamning sinn við Samtök atvinnulífsins veturinn 2018 til 2019. Í framhaldi af því gáfu stjórnvöld loforð um að slík viðurlög yrðu sett inn í íslenska löggjöf í yfirlýsingu undir yfirskriftinni Stuðningur stjórnvalda við lífskjarasamningana. Ekkert bólar þó á efndum þrátt fyrir ítrekaðar áminningar þar um,“ segir í tilkynningunni.
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira