Heróínneysla færst í aukana í faraldrinum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. október 2020 20:02 Verkefnið Frú Ragnheiður er á vegum Rauða krossins og byggir á skaðaminnkandi nálgun gagnvart fíknivandamálum. Vísir/Sigurjón Heróínneysla virðist hafa færst í aukana í kórónufaraldrinum. Ástæðan er rakin til minna framboðs af lyfseðilsskyldum lyfjum, eða svokölluðum ópíóðum, eftir að flugsamgöngur fóru úr skorðum. Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segir faraldurinn hafa haft margvísleg áhrif í för með sér. „Við erum að sjá fólk fá bakslag og bakslögin geta verið hættuleg hjá okkar skjólstæðingum út af því að við sjáum oft dauðsföll sem verða vegna bakslags. Ef einstaklingur hefur kannski verið að nota ópíóða, búinn að vera án efna í einhvern tíma og fær svo bakslag, að þá er mikil hætta á ofskömmtun. Það eru dauðsföllin sem við viljum koma í veg fyrir,“ segir Elísabet og bætir við að félagsleg einangrun hafi einnig aukist. „Þetta eru afleiðingar sem við kannski gátum ekki alveg séð fyrir en við erum að sjá þetta núna,“ segir hún. Verðlag á ákveðnum fíkniefnum hefur hækkað í kjölfar minna framboðs og fólk sækir í annars konar efni, sem auðveldara er að nálgast og eru ódýrari, að sögn Elísabetar. Heróín þar með talið en það hefur hingað til ekki náð fótfestu hér á landi. Heróín er eitt skaðlegasta fíkniefni sem fyrir finnst. „Ef heróín er að ryðja sér eitthvað til rúms og að komast í umferð hérna á Íslandi að þá höfum við auðvitað áhyggjur af því. Heróín er óræð skammtastærð. Með lyfseðilsskyldu lyfjunum eru skammtastærðirnar allavega vitaðar og fólk stjórnar því meira. Þess vegna höfum við meiri áhyggjur af því að það fólk taki of stóran skammt þegar það notar heróín.“ Elísabet segir Frú Ragnheiði leggja sérstaka áherslu á ópíóðana, meðal annars til að forða dauðsföllum. „Að koma í veg fyrir dauðsföllin og halda fólki á lífi, það er fyrsta markmið okkar út frá skaðaminnkandi leiðarljósi og við erum svolítið búið að vera að fókusera á ópíóðana. Það eru lyfseðilsskyld lyf og það er hægt að koma í veg fyrir þessi dauðsföll með til dæmis naloxoni. Það er hægt að koma í veg fyrir þetta með skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð, með læknisþjónustu og fá einstaklinga í samstarf og þannig koma þessu frá ólöglega markaðnum.“ Þjónusta Frú Ragnheiðar hefur verið óbreytt í faraldrinum og lögð hefur verið sérstök áhersla á fræðslu um sóttvarnir. „Heimilislaus einstaklingur getur ekki haldið sig heima. Þess vegna höfum við í Frú Ragnheiði bara einbeitt okkur að því að halda okkar þjónustu óskertri. Við erum alltaf með heilbrigðisstarfsmann í bílnum sem getur veitt fræðslu, getur náð til þessara einstaklinga og frætt þau um stöðuna og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir smit. Við erum búin að vera með þessar covid ráðleggingar á tungumáli notenda þjónustunnar okkar til þess að sinna ákveðnu forvarnvarnastarfi. Við höfum lagt mikla áherslu á að halda okkar þjónustu óskertri til að lágmarka þessar hindranir sem mætir fólki,“ segir Elísabet. Fíkn Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar Sjá meira
Heróínneysla virðist hafa færst í aukana í kórónufaraldrinum. Ástæðan er rakin til minna framboðs af lyfseðilsskyldum lyfjum, eða svokölluðum ópíóðum, eftir að flugsamgöngur fóru úr skorðum. Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segir faraldurinn hafa haft margvísleg áhrif í för með sér. „Við erum að sjá fólk fá bakslag og bakslögin geta verið hættuleg hjá okkar skjólstæðingum út af því að við sjáum oft dauðsföll sem verða vegna bakslags. Ef einstaklingur hefur kannski verið að nota ópíóða, búinn að vera án efna í einhvern tíma og fær svo bakslag, að þá er mikil hætta á ofskömmtun. Það eru dauðsföllin sem við viljum koma í veg fyrir,“ segir Elísabet og bætir við að félagsleg einangrun hafi einnig aukist. „Þetta eru afleiðingar sem við kannski gátum ekki alveg séð fyrir en við erum að sjá þetta núna,“ segir hún. Verðlag á ákveðnum fíkniefnum hefur hækkað í kjölfar minna framboðs og fólk sækir í annars konar efni, sem auðveldara er að nálgast og eru ódýrari, að sögn Elísabetar. Heróín þar með talið en það hefur hingað til ekki náð fótfestu hér á landi. Heróín er eitt skaðlegasta fíkniefni sem fyrir finnst. „Ef heróín er að ryðja sér eitthvað til rúms og að komast í umferð hérna á Íslandi að þá höfum við auðvitað áhyggjur af því. Heróín er óræð skammtastærð. Með lyfseðilsskyldu lyfjunum eru skammtastærðirnar allavega vitaðar og fólk stjórnar því meira. Þess vegna höfum við meiri áhyggjur af því að það fólk taki of stóran skammt þegar það notar heróín.“ Elísabet segir Frú Ragnheiði leggja sérstaka áherslu á ópíóðana, meðal annars til að forða dauðsföllum. „Að koma í veg fyrir dauðsföllin og halda fólki á lífi, það er fyrsta markmið okkar út frá skaðaminnkandi leiðarljósi og við erum svolítið búið að vera að fókusera á ópíóðana. Það eru lyfseðilsskyld lyf og það er hægt að koma í veg fyrir þessi dauðsföll með til dæmis naloxoni. Það er hægt að koma í veg fyrir þetta með skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð, með læknisþjónustu og fá einstaklinga í samstarf og þannig koma þessu frá ólöglega markaðnum.“ Þjónusta Frú Ragnheiðar hefur verið óbreytt í faraldrinum og lögð hefur verið sérstök áhersla á fræðslu um sóttvarnir. „Heimilislaus einstaklingur getur ekki haldið sig heima. Þess vegna höfum við í Frú Ragnheiði bara einbeitt okkur að því að halda okkar þjónustu óskertri. Við erum alltaf með heilbrigðisstarfsmann í bílnum sem getur veitt fræðslu, getur náð til þessara einstaklinga og frætt þau um stöðuna og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir smit. Við erum búin að vera með þessar covid ráðleggingar á tungumáli notenda þjónustunnar okkar til þess að sinna ákveðnu forvarnvarnastarfi. Við höfum lagt mikla áherslu á að halda okkar þjónustu óskertri til að lágmarka þessar hindranir sem mætir fólki,“ segir Elísabet.
Fíkn Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar Sjá meira