Heróínneysla færst í aukana í faraldrinum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. október 2020 20:02 Verkefnið Frú Ragnheiður er á vegum Rauða krossins og byggir á skaðaminnkandi nálgun gagnvart fíknivandamálum. Vísir/Sigurjón Heróínneysla virðist hafa færst í aukana í kórónufaraldrinum. Ástæðan er rakin til minna framboðs af lyfseðilsskyldum lyfjum, eða svokölluðum ópíóðum, eftir að flugsamgöngur fóru úr skorðum. Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segir faraldurinn hafa haft margvísleg áhrif í för með sér. „Við erum að sjá fólk fá bakslag og bakslögin geta verið hættuleg hjá okkar skjólstæðingum út af því að við sjáum oft dauðsföll sem verða vegna bakslags. Ef einstaklingur hefur kannski verið að nota ópíóða, búinn að vera án efna í einhvern tíma og fær svo bakslag, að þá er mikil hætta á ofskömmtun. Það eru dauðsföllin sem við viljum koma í veg fyrir,“ segir Elísabet og bætir við að félagsleg einangrun hafi einnig aukist. „Þetta eru afleiðingar sem við kannski gátum ekki alveg séð fyrir en við erum að sjá þetta núna,“ segir hún. Verðlag á ákveðnum fíkniefnum hefur hækkað í kjölfar minna framboðs og fólk sækir í annars konar efni, sem auðveldara er að nálgast og eru ódýrari, að sögn Elísabetar. Heróín þar með talið en það hefur hingað til ekki náð fótfestu hér á landi. Heróín er eitt skaðlegasta fíkniefni sem fyrir finnst. „Ef heróín er að ryðja sér eitthvað til rúms og að komast í umferð hérna á Íslandi að þá höfum við auðvitað áhyggjur af því. Heróín er óræð skammtastærð. Með lyfseðilsskyldu lyfjunum eru skammtastærðirnar allavega vitaðar og fólk stjórnar því meira. Þess vegna höfum við meiri áhyggjur af því að það fólk taki of stóran skammt þegar það notar heróín.“ Elísabet segir Frú Ragnheiði leggja sérstaka áherslu á ópíóðana, meðal annars til að forða dauðsföllum. „Að koma í veg fyrir dauðsföllin og halda fólki á lífi, það er fyrsta markmið okkar út frá skaðaminnkandi leiðarljósi og við erum svolítið búið að vera að fókusera á ópíóðana. Það eru lyfseðilsskyld lyf og það er hægt að koma í veg fyrir þessi dauðsföll með til dæmis naloxoni. Það er hægt að koma í veg fyrir þetta með skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð, með læknisþjónustu og fá einstaklinga í samstarf og þannig koma þessu frá ólöglega markaðnum.“ Þjónusta Frú Ragnheiðar hefur verið óbreytt í faraldrinum og lögð hefur verið sérstök áhersla á fræðslu um sóttvarnir. „Heimilislaus einstaklingur getur ekki haldið sig heima. Þess vegna höfum við í Frú Ragnheiði bara einbeitt okkur að því að halda okkar þjónustu óskertri. Við erum alltaf með heilbrigðisstarfsmann í bílnum sem getur veitt fræðslu, getur náð til þessara einstaklinga og frætt þau um stöðuna og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir smit. Við erum búin að vera með þessar covid ráðleggingar á tungumáli notenda þjónustunnar okkar til þess að sinna ákveðnu forvarnvarnastarfi. Við höfum lagt mikla áherslu á að halda okkar þjónustu óskertri til að lágmarka þessar hindranir sem mætir fólki,“ segir Elísabet. Fíkn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Heróínneysla virðist hafa færst í aukana í kórónufaraldrinum. Ástæðan er rakin til minna framboðs af lyfseðilsskyldum lyfjum, eða svokölluðum ópíóðum, eftir að flugsamgöngur fóru úr skorðum. Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segir faraldurinn hafa haft margvísleg áhrif í för með sér. „Við erum að sjá fólk fá bakslag og bakslögin geta verið hættuleg hjá okkar skjólstæðingum út af því að við sjáum oft dauðsföll sem verða vegna bakslags. Ef einstaklingur hefur kannski verið að nota ópíóða, búinn að vera án efna í einhvern tíma og fær svo bakslag, að þá er mikil hætta á ofskömmtun. Það eru dauðsföllin sem við viljum koma í veg fyrir,“ segir Elísabet og bætir við að félagsleg einangrun hafi einnig aukist. „Þetta eru afleiðingar sem við kannski gátum ekki alveg séð fyrir en við erum að sjá þetta núna,“ segir hún. Verðlag á ákveðnum fíkniefnum hefur hækkað í kjölfar minna framboðs og fólk sækir í annars konar efni, sem auðveldara er að nálgast og eru ódýrari, að sögn Elísabetar. Heróín þar með talið en það hefur hingað til ekki náð fótfestu hér á landi. Heróín er eitt skaðlegasta fíkniefni sem fyrir finnst. „Ef heróín er að ryðja sér eitthvað til rúms og að komast í umferð hérna á Íslandi að þá höfum við auðvitað áhyggjur af því. Heróín er óræð skammtastærð. Með lyfseðilsskyldu lyfjunum eru skammtastærðirnar allavega vitaðar og fólk stjórnar því meira. Þess vegna höfum við meiri áhyggjur af því að það fólk taki of stóran skammt þegar það notar heróín.“ Elísabet segir Frú Ragnheiði leggja sérstaka áherslu á ópíóðana, meðal annars til að forða dauðsföllum. „Að koma í veg fyrir dauðsföllin og halda fólki á lífi, það er fyrsta markmið okkar út frá skaðaminnkandi leiðarljósi og við erum svolítið búið að vera að fókusera á ópíóðana. Það eru lyfseðilsskyld lyf og það er hægt að koma í veg fyrir þessi dauðsföll með til dæmis naloxoni. Það er hægt að koma í veg fyrir þetta með skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð, með læknisþjónustu og fá einstaklinga í samstarf og þannig koma þessu frá ólöglega markaðnum.“ Þjónusta Frú Ragnheiðar hefur verið óbreytt í faraldrinum og lögð hefur verið sérstök áhersla á fræðslu um sóttvarnir. „Heimilislaus einstaklingur getur ekki haldið sig heima. Þess vegna höfum við í Frú Ragnheiði bara einbeitt okkur að því að halda okkar þjónustu óskertri. Við erum alltaf með heilbrigðisstarfsmann í bílnum sem getur veitt fræðslu, getur náð til þessara einstaklinga og frætt þau um stöðuna og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir smit. Við erum búin að vera með þessar covid ráðleggingar á tungumáli notenda þjónustunnar okkar til þess að sinna ákveðnu forvarnvarnastarfi. Við höfum lagt mikla áherslu á að halda okkar þjónustu óskertri til að lágmarka þessar hindranir sem mætir fólki,“ segir Elísabet.
Fíkn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira