Erlent

Milgrom og Wilson fá Nóbelinn í hagfræði

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Nóbelsverðlaunapeningur líkt og sá sem verðlaunahafarnir fá.
Nóbelsverðlaunapeningur líkt og sá sem verðlaunahafarnir fá. AP/Fernando Vergara

Bandarísku hagfræðingarnir Paul R. Milgrom og Robert B. Wilson deila með sér Nóbelsverðlaununum í Hagfræði árið 2020 en frá þessu var greint í morgun í Stokkhólmi. Verðlaunin fá þeir fyrir rannsóknir sínar og þróun á Uppboðskenningunni svokölluðu og hvernig uppboð í hverskyns mynd hafa áhrif á daglegt líf almennings.

Hagfræðiverðlaunin eru þau síðustu í röðinni en í síðustu viku voru veitt verðlaun í bókmenntum, efnafræði, eðlisfræði, læknisfræði auk friðarverðlauna Nóbels.

Hagfræðiverðlaunin hafa hafa verið veitt frá því 1969 og er almennt talað um verðlaunin sem hluta af Nóbelsverðlaununum þótt þau teljist þó strangt til tekið ekki til Nóbelsverðlauna enda eru þau ekki komin frá Alfreð Nobel sjálfum. Verðlaunin eru þó til minningar um hann og nefnast: Verðlaun Sænska seðlabankans í hagfræði til minningar um Alfreð Nobel.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×