Innlent

Kári ræðir far­aldurinn og and­stöðu við sótt­varna­að­gerðir

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er fyrsti gestur Sprengisands í dag.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er fyrsti gestur Sprengisands í dag.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan 10 til 12 í dag.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, verður fyrsti gestur og mun fara yfir stöðuna á kórónuveirufaraldrinum ásamt Kristjáni Kristjánssyni þáttastjórnanda. Hann mun einnig ræða um það hvernig best er að höndla þá undiröldu sem nú virðist vera að myndast gegn aðgerðum yfirvalda í faraldrinum.

Berglind Rán Ólafsdóttir er forstjóri Orku náttúrunnar og hún ætlar að fjalla um græna nýsköpun sem leiðina út úr kreppunni, hún segir byltingu fram undan á þessu sviði og að við verðum að taka þátt í henni af fullum krafti.

Konráð Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, er svo næstur og hann veltir meðal annars fyrir sér hvort fyrirtæki úr fleiri greinum en ferðaþjónustu þurfi að leggjast í híði í vetur og bíða af sér niðursveifluna.

Síðustu gestir þáttarins eru svo þær Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri. Akureyringar boða niðurskurð og skóinn kreppir líka í Reykjavík og hjá öðrum sveitarfélögum.

Hægt er að hlusta á þáttinn, sem hefst klukkan 10, á netinu með því að smella hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×