Þórólfur trúir því ekki að læknar vilji láta veiruna ganga yfir sig Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2020 12:47 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Sigurjón Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að allar þjóðir heims séu langt frá því að hafa hjarðónæmi fyrir kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Honum þykir það jafnframt ótrúlegt að læknar skuli halda því fram að best sé að láta veiruna yfir sig ganga. Þetta kom fram í svari Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna í dag við spurningu frá Birna Inga Hrafnssyni, ritstjóra Viljans, um hjarðónæmi. Björn Ingi sagði lækna hafa komið fram og sagt að ekki væri hægt að eiga við veiruna öðruvísi en með einhvers konar hjarðónæmisleið. Fleiri læknar á alþjóðavettvangi héldu því svo fram að samfélög væru að bregðast of harkalega við veirunni. Þórólfur sagði hjarðónæmi þýða að 60 til 70 prósent af þjóðinni þyrftu að sýkjast. Þarf ekki öflugt ímyndunarafl til að sjá hvað myndi gerast „Svíar, sem allir eru að vitna til núna og margir eru farnir að líta hýru auga til, að sennilega hefur einungis um 10 prósent á verstu svæðunum fengið sýkinguna þannig að þeir eru líka langt frá hjarðónæmi. Enda er sýkingin í uppsiglingu líka á þessum svæðum þar. Þannig að það að láta þetta ganga yfir sig, það þarf ekkert öflugt ímyndunarafl til að sjá hvað myndi gerast,“ sagði Þórólfur. Hann benti á að kannski eitt til tvö prósent af íslensku þjóðinni hefðu smitast af kórónuveirunni. Samt væri gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið, til dæmis þessa dagana en tæplega 300 manns hafa greinst með veiruna innanlands síðustu þrjá daga. „Það þarf ekkert mikið ímyndunarafl til að ímynda sér, hvað ef við fengjum fjórum, fimm sinnum meiri faraldur hér. Ef við værum með 300, 400, 500 tilfelli á dag. Eða eins og Thor Aspelund sýndi í þessu líkani frá Finnum ef við gerðum lítið og létum þetta yfir okkur ganga þá færum við upp í allt að 2.000 tilfelli á dag. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá hvað þá myndi gerast. Við myndum gjörsamlega yfirkeyra heilbrigðiskerfið og við myndum fá alveg hræðilega útkomu. Það er nokkuð augljóst í mínum huga, þannig að það að láta þetta ganga og að læknar skuli halda þessu fram, mér finnst það ótrúlegt,“ sagði Þórólfur. Enginn góður kostur í stöðunni Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tók í svipaðan streng og sagði að fólk yrði að gera sér grein fyrir því að það væri enginn góður kostur í stöðunni. Góði kosturinn væri sá að það væri engin veira og allir héldu áfram sínu lífi. Því værum við nú, eins og svo oft áður í viðbrögðum við veikindum, í erfiðri stöðu. „Og það verður að velja skásta kostinn. Og sá langskásti er að reyna að takmarka sem mest sýkingar og veikindi,“ sagði Páll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að allar þjóðir heims séu langt frá því að hafa hjarðónæmi fyrir kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Honum þykir það jafnframt ótrúlegt að læknar skuli halda því fram að best sé að láta veiruna yfir sig ganga. Þetta kom fram í svari Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna í dag við spurningu frá Birna Inga Hrafnssyni, ritstjóra Viljans, um hjarðónæmi. Björn Ingi sagði lækna hafa komið fram og sagt að ekki væri hægt að eiga við veiruna öðruvísi en með einhvers konar hjarðónæmisleið. Fleiri læknar á alþjóðavettvangi héldu því svo fram að samfélög væru að bregðast of harkalega við veirunni. Þórólfur sagði hjarðónæmi þýða að 60 til 70 prósent af þjóðinni þyrftu að sýkjast. Þarf ekki öflugt ímyndunarafl til að sjá hvað myndi gerast „Svíar, sem allir eru að vitna til núna og margir eru farnir að líta hýru auga til, að sennilega hefur einungis um 10 prósent á verstu svæðunum fengið sýkinguna þannig að þeir eru líka langt frá hjarðónæmi. Enda er sýkingin í uppsiglingu líka á þessum svæðum þar. Þannig að það að láta þetta ganga yfir sig, það þarf ekkert öflugt ímyndunarafl til að sjá hvað myndi gerast,“ sagði Þórólfur. Hann benti á að kannski eitt til tvö prósent af íslensku þjóðinni hefðu smitast af kórónuveirunni. Samt væri gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið, til dæmis þessa dagana en tæplega 300 manns hafa greinst með veiruna innanlands síðustu þrjá daga. „Það þarf ekkert mikið ímyndunarafl til að ímynda sér, hvað ef við fengjum fjórum, fimm sinnum meiri faraldur hér. Ef við værum með 300, 400, 500 tilfelli á dag. Eða eins og Thor Aspelund sýndi í þessu líkani frá Finnum ef við gerðum lítið og létum þetta yfir okkur ganga þá færum við upp í allt að 2.000 tilfelli á dag. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá hvað þá myndi gerast. Við myndum gjörsamlega yfirkeyra heilbrigðiskerfið og við myndum fá alveg hræðilega útkomu. Það er nokkuð augljóst í mínum huga, þannig að það að láta þetta ganga og að læknar skuli halda þessu fram, mér finnst það ótrúlegt,“ sagði Þórólfur. Enginn góður kostur í stöðunni Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tók í svipaðan streng og sagði að fólk yrði að gera sér grein fyrir því að það væri enginn góður kostur í stöðunni. Góði kosturinn væri sá að það væri engin veira og allir héldu áfram sínu lífi. Því værum við nú, eins og svo oft áður í viðbrögðum við veikindum, í erfiðri stöðu. „Og það verður að velja skásta kostinn. Og sá langskásti er að reyna að takmarka sem mest sýkingar og veikindi,“ sagði Páll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira