Þingmenn Samfylkingarinnar – þau Logi Einarsson, Oddný G. Harðardóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson – kynna í dag heildræna efnahagsáætlun undir yfirskriftinni Ábyrgu leiðina – úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar.
Í tilkynningu segir að útgáfu ritsins verði fylgt eftir með þingmálum og breytingartillögum við fjárlög og fjármálaáætlun á komandi vikum.
Hægt er að fylgjast með streymi frá fundinum sem hefst klukkan 9:30.