Innlent

Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Vegakaflinn á Kjalarnesi var malbikaður upp á nýtt. 
Vegakaflinn á Kjalarnesi var malbikaður upp á nýtt.  Vísir/Egill

Malbik sem lagt var á nokkra kafla á höfuðborgarsvæðinu í sumar, þar á meðal á Kjalarnesi, stóðst ekki kröfur og munaði miklu upp á að þær væru fullnægjandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Vegagerðarinnar á malbikskjörnum á fimm köflum. Tveir létust á hálu malbikinu í júní.

Rannsóknin leiddi í ljós að kröfur um holrýmd (loft) hafi ekki staðist né heldur kröfur um viðnám að útlögn lokinni. Þá uppfylltu hemlunarviðnámsmælingar heldur ekki kröfur um lágmarks hemlunarviðnám.

Kaflarnir fimm eru á Reykjanesbraut, Bústaðavegi, Sæbraut, Kjalarnesi og Gullinbrú. Eini kaflinn sem stóðst kröfur um viðnám var á Sæbraut. Aðrir kaflar hafa verið fræstir og lagt yfir þá nýtt malbik sem stenst kröfur, fyrir utan einn kafla á Reykjanesbraut sem er enn til rannsóknar. Þó eru taldar líkur á að hann verði einnig fræstur og yfirlagður upp á nýtt.

Skýrsluna í heild má lesa hér.


Tengdar fréttir

Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést

Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×