Innlent

Nokkrir snarpir skjálftar norður af Gjögurtá

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Töluverð skjálftavirkni hefur verið nú í morgunsárið norður af Gjögurtá.
Töluverð skjálftavirkni hefur verið nú í morgunsárið norður af Gjögurtá. Veðurstofa Íslands

Klukkan 05:47 í morgun varð skjálfti að stærð fjórir um fjóra kílómetra norðaustur af Gjögurtá á Norðurlandi. Er þetta stærsti skjálfti á svæðinu frá því 8. ágúst. Þá mældist skjálfti að stærðinni 4,6 norðvestur af Gjögurtá.

Nokkrum mínútum fyrir það urðu skjálftar að stærðinni 3,8, 3,7 og 3,5, að því er segir í athugasemd jarðvísindamanns á vef Veðurstofu Íslands.

Tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist víða á Norðurlandi. Rúmlega þrjátíu minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á þessu svæði frá því í júní og eru þessir skjálftar hluti af þeirri virkni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×