Eini réttarlæknir landsins hefur sinnt óvenju mörgum krufningum í ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2020 19:00 Pétur Guðmann Guðmannsson er eini réttarlæknir landsins og sá fyrsti í áraraðir sem hefur fasta búsetu hér á landi, en Pétur flutti til landsins frá Svíþjóð árið 2018. Óvenju mörg verkefni hafa komið á hans borð í ár. Vísir/Sigurjón Óvenju margar réttarkrufningar hafa verið gerðar á árinu og óútskýrðum dauðsföllum hefur fjölgað. Aðeins einn réttarlæknir sinnir öllu landinu en fær loks liðsauka tímabundið á næstu dögum. Hátt í tvö hundruð lík hafa verið krufin á meinafræðideild Landspítalans á þessu ári, sem er sami fjöldi og allt síðasta ár. Í flestum tilfellum eru krufningarnar gerðar að beiðni lögreglu, meðal annars í tengslum við óútskýrð dauðsföll og sjálfsvíg. Þá sinnir réttarlæknir líka skoðunum á lifandi fólki, en það er oftast í tengslum við ofbeldisbrot, og eru um fimmtíu á ári. „Þetta árið hafa verið óvenjulega margar réttarkrufningar. Við erum að fara upp í 200 töluna eiginlega núna, en samt sem áður eru þrír mánuðir eftir af árinu. Þannig að þetta er í sjálfu sér áhugaverð breyting frá því sem verið hefur vegna þess að talan 200 hefur verið frekar stöðug síðustu ár,“ segir Pétur Guðmann Guðmannsson réttarlæknir. „Við erum ekki búin að rýna alveg í það hvort það eru hreinlega fleiri dauðsföll af voveiflegum toga eða hvort þetta skýrist kannski af því að annað hvort lögreglan eða héraðslæknir, sem er lögreglunni til stuðnings á dánarvettvangi upp á hvort gera skal réttarkrufningu eða ekki, hvort menn séu að mögulega að hugsa eitthvað öðruvísi,“ segir Pétur og vísar þar í heimsfaraldur kórónuveirunnar. „Það er búið að vera mjög breytt ástand í samfélaginu síðustu mánuði og kannski hefur það áhrif á hvaða þröskuld menn hafa fyrir að panta svona rannsóknir.“ Aðspurður segir hann óútskýrð dauðsföll vera dauðsföll sem beri brátt að, án aðdraganda og óvænt. „Þetta geta verið slys yfir í það að vera skyndidauði út frá sjúkdómi, til dæmis vegna bráðrar kransæðastíflu, heilablæðingar, eða eitthvað slíkt en yfirleitt þarf þá að gera krufningu til að varpa ljósi á hvað það var,“ segir hann og bætir við að vísbendingar séu um fjölgun sjálfsvíga hér á landi. Pétur er eini réttarlæknir landsins því erfitt er að fá fólk til starfa. Pétri mun þó berast liðsauki á næstu dögum þegar Snjólög Níelsdóttir kemur til landsins frá Danmörku og mun þá starfa við meinafræðideild Landspítalans fjóra daga í mánuði. „Óskandi væri að geta fyllt í tvær stöður hér á deildinni okkar og ég vona að það verði hægt í framtíðinni. Það er fullt tilefni til, og til þess að við getum haldið áfram að þróa þessa litlu grein hér, sem er ákveðinn öryggisventill í svona samfélagi sem við viljum eiga.“ Landspítalinn Dómstólar Lögreglan Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Óvenju margar réttarkrufningar hafa verið gerðar á árinu og óútskýrðum dauðsföllum hefur fjölgað. Aðeins einn réttarlæknir sinnir öllu landinu en fær loks liðsauka tímabundið á næstu dögum. Hátt í tvö hundruð lík hafa verið krufin á meinafræðideild Landspítalans á þessu ári, sem er sami fjöldi og allt síðasta ár. Í flestum tilfellum eru krufningarnar gerðar að beiðni lögreglu, meðal annars í tengslum við óútskýrð dauðsföll og sjálfsvíg. Þá sinnir réttarlæknir líka skoðunum á lifandi fólki, en það er oftast í tengslum við ofbeldisbrot, og eru um fimmtíu á ári. „Þetta árið hafa verið óvenjulega margar réttarkrufningar. Við erum að fara upp í 200 töluna eiginlega núna, en samt sem áður eru þrír mánuðir eftir af árinu. Þannig að þetta er í sjálfu sér áhugaverð breyting frá því sem verið hefur vegna þess að talan 200 hefur verið frekar stöðug síðustu ár,“ segir Pétur Guðmann Guðmannsson réttarlæknir. „Við erum ekki búin að rýna alveg í það hvort það eru hreinlega fleiri dauðsföll af voveiflegum toga eða hvort þetta skýrist kannski af því að annað hvort lögreglan eða héraðslæknir, sem er lögreglunni til stuðnings á dánarvettvangi upp á hvort gera skal réttarkrufningu eða ekki, hvort menn séu að mögulega að hugsa eitthvað öðruvísi,“ segir Pétur og vísar þar í heimsfaraldur kórónuveirunnar. „Það er búið að vera mjög breytt ástand í samfélaginu síðustu mánuði og kannski hefur það áhrif á hvaða þröskuld menn hafa fyrir að panta svona rannsóknir.“ Aðspurður segir hann óútskýrð dauðsföll vera dauðsföll sem beri brátt að, án aðdraganda og óvænt. „Þetta geta verið slys yfir í það að vera skyndidauði út frá sjúkdómi, til dæmis vegna bráðrar kransæðastíflu, heilablæðingar, eða eitthvað slíkt en yfirleitt þarf þá að gera krufningu til að varpa ljósi á hvað það var,“ segir hann og bætir við að vísbendingar séu um fjölgun sjálfsvíga hér á landi. Pétur er eini réttarlæknir landsins því erfitt er að fá fólk til starfa. Pétri mun þó berast liðsauki á næstu dögum þegar Snjólög Níelsdóttir kemur til landsins frá Danmörku og mun þá starfa við meinafræðideild Landspítalans fjóra daga í mánuði. „Óskandi væri að geta fyllt í tvær stöður hér á deildinni okkar og ég vona að það verði hægt í framtíðinni. Það er fullt tilefni til, og til þess að við getum haldið áfram að þróa þessa litlu grein hér, sem er ákveðinn öryggisventill í svona samfélagi sem við viljum eiga.“
Landspítalinn Dómstólar Lögreglan Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira