Innlent

Slökkvilið kallað út að Mýrum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi á Mýrum. Af myndum að dæma virðist hafa kviknað í útihúsi.
Frá vettvangi á Mýrum. Af myndum að dæma virðist hafa kviknað í útihúsi. Aðsend

Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út vegna elds í útihúsi á Mýrum í morgun. Ekki hafa fengist upplýsingar um útkallið hjá slökkviliði Borgarbyggðar en slökkviliðsstjóri á Akranesi segir í samtali við Vísi eftir hádegi að eldurinn hafi ekki verið mikill að umfangi. Þó sé snúið að eiga við hann.

Einn dælubíll frá Akranesi var sendur til aðstoðar. Slökkvistarf stóð enn yfir skömmu fyrir klukkan 13.

Fréttin var uppfærð klukkan 12:48.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×