Innlent

Tengi­liðir fjöl­skyldunnar kannast ekki við upp­lýsingar um morð

Sylvía Hall skrifar
Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dublin þann 9. febrúar í fyrra.
Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dublin þann 9. febrúar í fyrra.

Þórunn Jónsdóttir, systir Jóns Þrastar Jónssonar, segir tengiliði fjöskyldunnar hjá lögreglunni á Íslandi og á Írlandi ekki kannast við þær upplýsingar sem koma fram í frétt Sunday Independent á Írlandi. Miðillinn fjallaði um hvarf Jóns Þrastar í dag og var fullyrt að Jón Þröstur hefði verið myrtur fyrir slysni af öðrum Íslending.

Vísir greindi frá frétt Sunday Independent í morgun en í henni segir að annar íslenskur maður, sem sagður er sitja í fangelsi fyrir þjófnað, muna hafa sett sig í sambandi við fjölskyldu Jóns og veitt þeim þessar upplýsingar. Þær voru sagðar til rannsóknar hjá lögreglunni á Íslandi.

„Fjölskyldan hefur heldur ekki fengið veður af þessum upplýsingum sem meintur uppljóstrari á að hafa komið til okkar í gegnum vinkonu sína og er fjallað um í fréttinni,“ skrifar Þórunn.

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, svaraði fyrirspurn fréttastofu í morgun á þann veg að verið sé að skoða ýmsa þætti tengda rannsókninni. Haft var samband við fjölskyldu Jóns og kusu þau að tjá sig ekki.


Tengdar fréttir

Ár frá hvarfi Jóns í Dublin

Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.