Innlent

Átta í sóttkví vegna smits hjá starfsmanni Krabbameinsfélagsins

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Einn hefur smitast af kórónuveirunni. Einangrun og sóttkví mun ekki hafa áhrif á starfsemi félagsins.
Einn hefur smitast af kórónuveirunni. Einangrun og sóttkví mun ekki hafa áhrif á starfsemi félagsins. Vísir/Vilhelm

Einn starfsmaður Krabbameinsfélags Íslands hefur nú greinst með Covid-19 en átta manns, sem þóttu útsettir fyrir smiti, hafa verið sendir í sóttkví vegna umrædds tilfellis. 

Þeir eru þó ekki allir starfsmenn Krabbameinsfélagsins. 

Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, kynningarstjóri félagsins, segir að veikindi starfsmannsins og sóttví annarra muni ekki hafa áhrif á starfsemina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×