Lífið

Íslenskir karlar heilla heimsfrægan femínista

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gay er tvíkynhneigð og elskar íslenska karlmenn.
Gay er tvíkynhneigð og elskar íslenska karlmenn.

Bandaríski rithöfundurinn Roxane Gay segir að íslenskir karlmenn séu einfaldlega mjög fallegir í tísti sem hún setti inn fyrir ekki svo löngu.

Gay mætti hingað til lands fyrir um viku eins og Vísir greindi frá.

Gay er þekkt víða um heim fyrir bækur sínar, sem einkum snúast um femínisma, útlitsdýrkun og líkamsvirðingu. Þekktustu rit hennar eru ritgerðasafnið Bad Feminist, smásagnasafnið Difficult Women og sjálfsævisagan Hunger.

Í nýjasta tísti hennar segir Gay: „Íslenskir karlmenn eru svo heitir, það verður að segjast alveg eins og er, guð minn góður.“

Roxane  Gay er gift rithöfundinum Debbie Millman og er tvíkynhneigð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×