Bein útsending: Samtal við Tjörnina Tinni Sveinsson skrifar 2. október 2020 10:03 Orgel Fríkirkjunnar spilar eftir hreyfingum Tjarnarinnar. Vísir/Vilhelm Tónsmíðanemendur við Listaháskóla Íslands hafa verið að vinna verkefni í gagnvirkri tónlist síðustu viku og verða niðurstöður tilrauna þeirra sýndar í beinni útsendingu í dag. Hægt er að fylgjast með afrakstrinum hér fyrir neðan. Orgelízkt samtal við Tjörnina Orgelízkt samtal við Tjörnina er samstarfsverkefni Idu Juhl, Bjarna Elí, Örlygs Steinars Arnalds og Óskars Þórs Arngrímssonar, sem eru annars árs nemar við nýmiðlatónsmíðabraut. Verkið byggist á tilraunum nemenda við tónlistarforritun og hafa þau gert forrit sem að tekur upplýsingar af vefmyndavél sem býr til upplýsingar úr litaafbrigðum og hreyfingum Tjarnarinnar. Skilaboðin eru send í orgel Fríkirkjunar. Verkið verður flutt í Fríkirkjunni milli klukkan 10 og 13 í dag og er öllum velkomið að koma og taka þátt. Veðurhornið Veðurhornið er samstarfsverkefni þriggja nemenda við tónlistadeild Listaháskóla Íslands. Verkefnið notfærir nýjustu veðurathuganir frá fimm stöðum á landinu ásamt rauntímaviðbrögðum frá áhorfendum Facebook Live streymis í Max tónlistarforritunarumhverfinu til þess að framkalla lesanlegar nótur sem eru svo leiknar á horn fyrir áhorfendurna. Þeir sem eru hvattir til þess að nota „reaction“ takkana, en viðbrögð þeirra er drifkraftur verksins og má því segja að áhorfendur taki allir þátt í verkinu. Höfundar verksins eru Jóhannes Stefánsson og Robin Morabito, annars árs nemar á nýmiðlatónsmíðabraut, og Atli Sigurðsson, annars árs nemi á hljóðfæraleikarabraut. Verkinu verður streymt á milli 13 og 14 í dag. Menning Reykjavík Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónsmíðanemendur við Listaháskóla Íslands hafa verið að vinna verkefni í gagnvirkri tónlist síðustu viku og verða niðurstöður tilrauna þeirra sýndar í beinni útsendingu í dag. Hægt er að fylgjast með afrakstrinum hér fyrir neðan. Orgelízkt samtal við Tjörnina Orgelízkt samtal við Tjörnina er samstarfsverkefni Idu Juhl, Bjarna Elí, Örlygs Steinars Arnalds og Óskars Þórs Arngrímssonar, sem eru annars árs nemar við nýmiðlatónsmíðabraut. Verkið byggist á tilraunum nemenda við tónlistarforritun og hafa þau gert forrit sem að tekur upplýsingar af vefmyndavél sem býr til upplýsingar úr litaafbrigðum og hreyfingum Tjarnarinnar. Skilaboðin eru send í orgel Fríkirkjunar. Verkið verður flutt í Fríkirkjunni milli klukkan 10 og 13 í dag og er öllum velkomið að koma og taka þátt. Veðurhornið Veðurhornið er samstarfsverkefni þriggja nemenda við tónlistadeild Listaháskóla Íslands. Verkefnið notfærir nýjustu veðurathuganir frá fimm stöðum á landinu ásamt rauntímaviðbrögðum frá áhorfendum Facebook Live streymis í Max tónlistarforritunarumhverfinu til þess að framkalla lesanlegar nótur sem eru svo leiknar á horn fyrir áhorfendurna. Þeir sem eru hvattir til þess að nota „reaction“ takkana, en viðbrögð þeirra er drifkraftur verksins og má því segja að áhorfendur taki allir þátt í verkinu. Höfundar verksins eru Jóhannes Stefánsson og Robin Morabito, annars árs nemar á nýmiðlatónsmíðabraut, og Atli Sigurðsson, annars árs nemi á hljóðfæraleikarabraut. Verkinu verður streymt á milli 13 og 14 í dag.
Menning Reykjavík Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira