Innlent

Bein útsending: Heilsa og líðan Íslendinga á tímum kórónuveiru

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alma Dagbjört Möller er landlæknir.
Alma Dagbjört Möller er landlæknir. Vísir/Vilhelm

Á rafrænum kynningarfundi verða kynntar nýjustu niðurstöður úr vöktun Embættis landlæknis á heilsu og líðan Íslendinga.

Farið verður yfir niðurstöður mælinga á andlegri og líkamlegri heilsu karla og kvenna frá þeim tíma sem fyrsta bylgja kórónuveirufaraldursins reis sem hæst hér á landi og þær niðurstöður bornar saman við næstu mánuði á eftir. Einnig eru niðurstöður bornar saman við sömu mælingar árið 2019.

Þá verður fjallað um þróun streitu, einmanaleika, svefns og ölvunardrykkju meðal karla og kvenna frá mars og fram í ágúst 2020 samanborið við sama tímabil í fyrra.

Streymi frá fundinum má sjá að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×