12,5 milljónir króna til forsetans vegna forsetaritaraskipta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2020 11:07 Guðni Th. Jóhannesson er forseti Íslands. Fjárframlög til embættisins lækka á milli ára. Vísir/Vilhelm Fjárheimild til embættis forseta Íslands er aukin tímabundið í eitt ár um 12,5 milljónir þar sem skipta á um forsetaritara. Þetta kemur fram í greinargerð með fjárlagafrumvarpi ársins 2021 sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. Örnólfur Thorsson, forsetaritari, mun því láta af störfum á næsta ári en hann hefur starfað hjá embættinu síðan árið 2000 og verið forsetaritari frá árinu 2005. Heildarfjárheimild til forsetans verður 345 milljónir króna og lækkar frá gildandi fjárlögum um 25,9 milljónir króna, að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema 7,7 milljónum króna. Helstu breytingarnar sem gerðar er á fjárheimildum embættisins eru, að frátöldum kostnaði vegna þess að skipta á um forsetaritara, snúa að fjárframlögum vegna tímabundinna fjárfestingar- og viðhaldsáfanga sem er að mestu lokið. Sú upphæð, alls 32 milljónir króna er færð undir forsætisráðuneytið en þar segir: „Fjárheimild málaflokksins er aukin um 32 m.kr. til brýnna fjárfestingarverkefna og endurbóta á fasteignum í umsjá forsætisráðuneytis. Um er að ræða tilfærslu af málaflokki 3.1 Embætti forseta Íslands vegna tímabundinna viðhaldsverkefna hjá embættinu.“ Þá nemur hlutdeild embættis forseta Íslands í veltutengdri aðhaldskröfu hjá æðstu stjórnsýslu 6,4 milljónir króna eða 2%. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi. Forseti Íslands Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira
Fjárheimild til embættis forseta Íslands er aukin tímabundið í eitt ár um 12,5 milljónir þar sem skipta á um forsetaritara. Þetta kemur fram í greinargerð með fjárlagafrumvarpi ársins 2021 sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. Örnólfur Thorsson, forsetaritari, mun því láta af störfum á næsta ári en hann hefur starfað hjá embættinu síðan árið 2000 og verið forsetaritari frá árinu 2005. Heildarfjárheimild til forsetans verður 345 milljónir króna og lækkar frá gildandi fjárlögum um 25,9 milljónir króna, að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema 7,7 milljónum króna. Helstu breytingarnar sem gerðar er á fjárheimildum embættisins eru, að frátöldum kostnaði vegna þess að skipta á um forsetaritara, snúa að fjárframlögum vegna tímabundinna fjárfestingar- og viðhaldsáfanga sem er að mestu lokið. Sú upphæð, alls 32 milljónir króna er færð undir forsætisráðuneytið en þar segir: „Fjárheimild málaflokksins er aukin um 32 m.kr. til brýnna fjárfestingarverkefna og endurbóta á fasteignum í umsjá forsætisráðuneytis. Um er að ræða tilfærslu af málaflokki 3.1 Embætti forseta Íslands vegna tímabundinna viðhaldsverkefna hjá embættinu.“ Þá nemur hlutdeild embættis forseta Íslands í veltutengdri aðhaldskröfu hjá æðstu stjórnsýslu 6,4 milljónir króna eða 2%. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.
Forseti Íslands Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira