Skora á dómsmálaráðherra að gera ráðstafanir nú þegar vegna stöðu fanga í faraldrinum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2020 21:17 Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, skorar á dómsmálaráðherra að gera ráðstafanir nú þegar vegna þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á stöðu fanga. Félagið óttast að þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til í fangelsum landsins komi til með að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fanga og aðstandendur þeirra. Tilefni áskorunarinnar er hin „mikla innilokun og einangrun“ sem covid-19 hefur skapað í fangelsum að því er segir í yfirlýsingu sem Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, skrifar undir fyrir hönd samtakanna. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku lýsti Páll Winkel fangelsismálastjóri jafnframt áhyggjum sínum af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. „Öll leyfi úr fangelsum hafa verið afnumin, heimsóknir ættingja og vina hafa verið skertar verulega og allur samgangur við ástvini er í algjöru lágmarki. Sömuleiðis hefur dregið verulega úr annarri þjónustu. Dæmi eru um að börn fái ekki að hitta foreldri sitt í marga mánuði og það þekkist jafnvel að mjög ung börn séu að gleyma öðru foreldri sínu,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni frá Afstöðu sem send var fjölmiðlum í kvöld. Þá er ítrekað að tækifæri fanga til að vera í tengslum við fjölskyldu sína og samfélagið sé afar mikilvægur þáttur í endurhæfingarvist fanga. „Með þeim hætti geta fangar viðhaldið vilja sínum til að koma út sem betri einstaklingar. Nú er hins vegar svo komið að ótti og „pirringur“ magnast daglega innan fjölskyldna fanga. Staðan er óviðunandi og ekkert útlit er fyrir annað en að hún muni versna með degi hverjum,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Þessum sjónarmiðum hafi verið komið á framfæri við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og hún sömuleiðis minnt á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áskorunin hefur verið send Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, skorar á dómsmálaráðherra að gera ráðstafanir nú þegar vegna þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á stöðu fanga. Félagið óttast að þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til í fangelsum landsins komi til með að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fanga og aðstandendur þeirra. Tilefni áskorunarinnar er hin „mikla innilokun og einangrun“ sem covid-19 hefur skapað í fangelsum að því er segir í yfirlýsingu sem Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, skrifar undir fyrir hönd samtakanna. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku lýsti Páll Winkel fangelsismálastjóri jafnframt áhyggjum sínum af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. „Öll leyfi úr fangelsum hafa verið afnumin, heimsóknir ættingja og vina hafa verið skertar verulega og allur samgangur við ástvini er í algjöru lágmarki. Sömuleiðis hefur dregið verulega úr annarri þjónustu. Dæmi eru um að börn fái ekki að hitta foreldri sitt í marga mánuði og það þekkist jafnvel að mjög ung börn séu að gleyma öðru foreldri sínu,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni frá Afstöðu sem send var fjölmiðlum í kvöld. Þá er ítrekað að tækifæri fanga til að vera í tengslum við fjölskyldu sína og samfélagið sé afar mikilvægur þáttur í endurhæfingarvist fanga. „Með þeim hætti geta fangar viðhaldið vilja sínum til að koma út sem betri einstaklingar. Nú er hins vegar svo komið að ótti og „pirringur“ magnast daglega innan fjölskyldna fanga. Staðan er óviðunandi og ekkert útlit er fyrir annað en að hún muni versna með degi hverjum,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Þessum sjónarmiðum hafi verið komið á framfæri við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og hún sömuleiðis minnt á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áskorunin hefur verið send Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm
Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira