Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2020 10:03 Hjúkrunarheimilið Eir. Vísir/Vilhelm Fjórir íbúar og tveir starfsmenn hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi hafa nú greinst með kórónuveiruna. Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. Gripið hefur verið til umfangsmikilla aðgerða á hjúkrunarheimilinu vegna smitanna. Starfsmaður á Eir greindist með veiruna í síðustu viku og voru íbúar og starfsmenn á 2. hæð suður í A-húsi þá sendir í skimun. Þórdís Hulda Tómasdóttir, verkefnastjóri hjúkrunar – og gæðamála hjá Eir, greindi fyrst frá stöðu mála í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun en hún segir í samtali við Vísi að öll deildin sé nú í sóttkví. Allir íbúar sem greinst hafa með veiruna dvelja jafnframt í einangrun á sérstakri Covid-deild sem sett var upp vegna smitanna. Enginn þeirra hefur fundið fyrir miklum einkennum enn sem komið er, að sögn Þórdísar. Hún segir að allir hlutaðeigandi hafi tekist á við stöðuna af mikilli yfirvegun. „Ég held að íbúar, aðstandendur og allir starfsmenn hafi áttað sig á því í nokkrar vikur að þetta væri tímaspursmál, veiran er alls staðar í samfélaginu, einkennalaus og lævís hjá mörgum. Fólk var búið að undirbúa sig andlega án þess að það væri talað um það,“ segir Þórdís. „Allir eru tiltölulega einkennalitlir. Enginn er með einkenni í sóttkví og það fyllir fólk ákveðnu öryggi en auðvitað er fólk hrætt. Þetta er erfitt, að vera í einangrun og að geta ekki fengið fólk í heimsókn.“ Hjúkrunarheimilinu var lokað fyrir heimsóknum fyrir helgi vegna stöðunnar sem þá var komin upp. Þórdís segir að stefnan sé að reyna að opna aftur eins fljótt og hægt er, vonandi næsta mánudag. Íbúar losna úr sóttkví eftir skimun þann dag, að því gefnu að þeir reynist allir neikvæðir fyrir veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Eir lokað eftir að tveir íbúar greindust til viðbótar Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir greindust í gærkvöldi með kórónuveiruna. 28. september 2020 16:11 Íbúi á Eir með kórónuveiruna Íbúi á hjúkrunarheimilinu Eir hefur greinst með kórónuveiruna. 25. september 2020 15:10 Ellefu í sóttkví eftir smit starfsmanns Eirar Ellefu eru í sóttkví eftir að starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Eir greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24. september 2020 12:26 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira
Fjórir íbúar og tveir starfsmenn hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi hafa nú greinst með kórónuveiruna. Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. Gripið hefur verið til umfangsmikilla aðgerða á hjúkrunarheimilinu vegna smitanna. Starfsmaður á Eir greindist með veiruna í síðustu viku og voru íbúar og starfsmenn á 2. hæð suður í A-húsi þá sendir í skimun. Þórdís Hulda Tómasdóttir, verkefnastjóri hjúkrunar – og gæðamála hjá Eir, greindi fyrst frá stöðu mála í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun en hún segir í samtali við Vísi að öll deildin sé nú í sóttkví. Allir íbúar sem greinst hafa með veiruna dvelja jafnframt í einangrun á sérstakri Covid-deild sem sett var upp vegna smitanna. Enginn þeirra hefur fundið fyrir miklum einkennum enn sem komið er, að sögn Þórdísar. Hún segir að allir hlutaðeigandi hafi tekist á við stöðuna af mikilli yfirvegun. „Ég held að íbúar, aðstandendur og allir starfsmenn hafi áttað sig á því í nokkrar vikur að þetta væri tímaspursmál, veiran er alls staðar í samfélaginu, einkennalaus og lævís hjá mörgum. Fólk var búið að undirbúa sig andlega án þess að það væri talað um það,“ segir Þórdís. „Allir eru tiltölulega einkennalitlir. Enginn er með einkenni í sóttkví og það fyllir fólk ákveðnu öryggi en auðvitað er fólk hrætt. Þetta er erfitt, að vera í einangrun og að geta ekki fengið fólk í heimsókn.“ Hjúkrunarheimilinu var lokað fyrir heimsóknum fyrir helgi vegna stöðunnar sem þá var komin upp. Þórdís segir að stefnan sé að reyna að opna aftur eins fljótt og hægt er, vonandi næsta mánudag. Íbúar losna úr sóttkví eftir skimun þann dag, að því gefnu að þeir reynist allir neikvæðir fyrir veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Eir lokað eftir að tveir íbúar greindust til viðbótar Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir greindust í gærkvöldi með kórónuveiruna. 28. september 2020 16:11 Íbúi á Eir með kórónuveiruna Íbúi á hjúkrunarheimilinu Eir hefur greinst með kórónuveiruna. 25. september 2020 15:10 Ellefu í sóttkví eftir smit starfsmanns Eirar Ellefu eru í sóttkví eftir að starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Eir greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24. september 2020 12:26 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira
Eir lokað eftir að tveir íbúar greindust til viðbótar Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir greindust í gærkvöldi með kórónuveiruna. 28. september 2020 16:11
Íbúi á Eir með kórónuveiruna Íbúi á hjúkrunarheimilinu Eir hefur greinst með kórónuveiruna. 25. september 2020 15:10
Ellefu í sóttkví eftir smit starfsmanns Eirar Ellefu eru í sóttkví eftir að starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Eir greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24. september 2020 12:26