Innlent

Líkams­á­rás í mið­bæ Reykja­víkur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan handtók meintan árásarmann á hlaupum.
Lögreglan handtók meintan árásarmann á hlaupum. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur í kvöld þar sem árásarþoli var laminn með barefli. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að meintur gerandi hafi verið handtekinn nokkru síðar á hlaupum. Þolandi hafi hins vegar verið fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar.

Þá var tilkynnt um þjófnað af heimili í Laugardal. Þar hafi þjófur teygt sig inn um glugga heimilis og komist yfir fartölvu.

Þá var ökumaður undir áhrifum fíkniefna tekinn í Garðabæ í kvöld.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.