Innlent

Stærsti jarðskjálfti í Bárðarbungu frá því í apríl

Kjartan Kjartansson skrifar
Bárðarbunga í fjarska.
Bárðarbunga í fjarska. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti upp á 4,8 að stærð varð í austanverðri Bárðarbungu rétt eftir miðnætti í nótt. Hann er sá stærsti í eldstöðinni frá því í janúar og apríl en þeir skjálftar voru jafnstórir þessum.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að nokkrir minni eftirskjálftar hafi orðið á svæðinu í nótt, sá stærsti þeirra tveir að stærð.

Veðurstofan ráðlagði íbúum á jarðskjálftasvæðum að kynna sér varnir og viðbúnað í gær vegna jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir rétt norðaustan við Grímsey. Sjö skjálftar yfir þrír að stærð hafa mælst á svæðinu frá því á föstudag, þar af þrír yfir fjórir að stærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.