Kallar eftir stefnu sem byggir á mannúð en ekki „ískaldri skilvirkni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2020 17:44 Aðgerðaleysi stjórnvalda í máli egypsku fjölskyldunnar var dropinn sem fyllti mælinn hjá Rósu Björk. Vísir/Einar Dómsmálaráðherra þarf að draga frumvarp sitt um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga til baka og endurvinna það frá grunni í ljósi alvarlegra athugasemda sem hafa verið gerðar við frumvarpið. Þetta segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður, sem í síðustu viku sagði sig úr Vinstri hreyfingunni – grænu framboði vegna máls egypsku fjölskyldunnar. Aðgerðaleysi stjórnvalda í máli fjölskyldunnar hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Það hafi ekki verið annað hægt en að taka afstöðu með börnunum. Rósa Björk hafi allra síst farið út í stjórnmál til að styðja brottvísun á börnum. „Þetta er náttúrulega mjög gleðileg niðurstaða fyrir fjölskylduna og sérstaklega börnin sem hafa fest hér rætur, verið í íslenskum skóla og tala nú íslensku. Það er líka gleðilegt og gott að sjá að kærunefnd útlendingamála kemst að þessari niðurstöðu. Þrátt fyrir að þetta séu gleðileg tíðindi fyrir fjölskylduna og samtakamátt almennings þá er þetta gríðarlega mikill ósigur fyrir stjórnmálin og sér í lagi fyrir þá ómannúðlegu stefnu stjórnvalda sem átti greinilega að fylgja til hins ítrasta,“ segir Rósa. Það sé greinilegt að stjórnvöld hafi ákveðið að „skella í lás“. Rósa segir augljóst að víða sé pottur brotinn í málaflokknum. Málið verði hafa afleiðingar. „Það sem við þurfum að sjá núna er að nefnd um endurskoðun útlendingalaga komi saman sem allra fyrst og geri alvöru úr því að meta framkvæmd útlendingalaga. Ríkisstjórnin þarf að sýna að hún virði sinn eigin stjórnarsáttmála um að mannúðarsjónarmið og alþjóðlegar skuldbindingar verði lögð til grundvallar í málefnum flóttafólks og svo þarf dómsmálráðherra hreinlega að draga frumvarp sitt um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga til baka og endurvinna það frá grunni.“ Breytingar þurfi líka að eiga sér stað hjá Útlendingastofnun. „Við þurfum að halda vörð um að virða réttindi barna sem hingað leita eftir alþjóðlegri vernd út frá þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist.“ Gera þurfi heildstætt mat á hagsmunum barna í hvívetna. „En umfram allt þá þarf Ísland að axla siðferðislega skyldu sína og alþjóðlegar skuldbindingar sínar í málefnum flóttafólks og við þurfum að móta hér alvöru stefnu í málefnum flóttafólks sem byggir á mannúð en ekki ískaldri skilvirkni.“ Fjöldi fólks lét sig mál egypsku fjölskyldunnar varða. Þannig skrifuðu rúmlega tólf þúsund manns undir áskorun til stjórnvalda um að veita fjölskyldunni hæli hér á Íslandi. „Það er algjörlega greinilegt að það er almennur vilji fólks að halda vörð um réttindi barna og barnafjölskyldna. Það er grunnstefið í þeim tugþúsunda undirskrifta sem berast í hvert skipti sem málefni barna og barnafjölskyldna koma fram í fjölmiðlum og sömuleiðis mótmælum og samtakamætti almennings sem við sjáum til dæmis í þessu máli. Það er mikið umhugsunarefni fyrir stjórnvöld að fólk upplifi að ekki sé hlúð að réttindum barna. Var það rétt ákvörðun að segja þig úr Vinstri grænum? „Það var rétt ákvörðun.“ Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23 Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Dómsmálaráðherra þarf að draga frumvarp sitt um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga til baka og endurvinna það frá grunni í ljósi alvarlegra athugasemda sem hafa verið gerðar við frumvarpið. Þetta segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður, sem í síðustu viku sagði sig úr Vinstri hreyfingunni – grænu framboði vegna máls egypsku fjölskyldunnar. Aðgerðaleysi stjórnvalda í máli fjölskyldunnar hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Það hafi ekki verið annað hægt en að taka afstöðu með börnunum. Rósa Björk hafi allra síst farið út í stjórnmál til að styðja brottvísun á börnum. „Þetta er náttúrulega mjög gleðileg niðurstaða fyrir fjölskylduna og sérstaklega börnin sem hafa fest hér rætur, verið í íslenskum skóla og tala nú íslensku. Það er líka gleðilegt og gott að sjá að kærunefnd útlendingamála kemst að þessari niðurstöðu. Þrátt fyrir að þetta séu gleðileg tíðindi fyrir fjölskylduna og samtakamátt almennings þá er þetta gríðarlega mikill ósigur fyrir stjórnmálin og sér í lagi fyrir þá ómannúðlegu stefnu stjórnvalda sem átti greinilega að fylgja til hins ítrasta,“ segir Rósa. Það sé greinilegt að stjórnvöld hafi ákveðið að „skella í lás“. Rósa segir augljóst að víða sé pottur brotinn í málaflokknum. Málið verði hafa afleiðingar. „Það sem við þurfum að sjá núna er að nefnd um endurskoðun útlendingalaga komi saman sem allra fyrst og geri alvöru úr því að meta framkvæmd útlendingalaga. Ríkisstjórnin þarf að sýna að hún virði sinn eigin stjórnarsáttmála um að mannúðarsjónarmið og alþjóðlegar skuldbindingar verði lögð til grundvallar í málefnum flóttafólks og svo þarf dómsmálráðherra hreinlega að draga frumvarp sitt um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga til baka og endurvinna það frá grunni.“ Breytingar þurfi líka að eiga sér stað hjá Útlendingastofnun. „Við þurfum að halda vörð um að virða réttindi barna sem hingað leita eftir alþjóðlegri vernd út frá þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist.“ Gera þurfi heildstætt mat á hagsmunum barna í hvívetna. „En umfram allt þá þarf Ísland að axla siðferðislega skyldu sína og alþjóðlegar skuldbindingar sínar í málefnum flóttafólks og við þurfum að móta hér alvöru stefnu í málefnum flóttafólks sem byggir á mannúð en ekki ískaldri skilvirkni.“ Fjöldi fólks lét sig mál egypsku fjölskyldunnar varða. Þannig skrifuðu rúmlega tólf þúsund manns undir áskorun til stjórnvalda um að veita fjölskyldunni hæli hér á Íslandi. „Það er algjörlega greinilegt að það er almennur vilji fólks að halda vörð um réttindi barna og barnafjölskyldna. Það er grunnstefið í þeim tugþúsunda undirskrifta sem berast í hvert skipti sem málefni barna og barnafjölskyldna koma fram í fjölmiðlum og sömuleiðis mótmælum og samtakamætti almennings sem við sjáum til dæmis í þessu máli. Það er mikið umhugsunarefni fyrir stjórnvöld að fólk upplifi að ekki sé hlúð að réttindum barna. Var það rétt ákvörðun að segja þig úr Vinstri grænum? „Það var rétt ákvörðun.“
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23 Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
„Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06
Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23
Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53