Segir notkun ofskynjunarefna dauðans alvöru Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2020 18:09 Pétur Henry Petersen, prófessor í taugavísindum við læknadeild HÍ. Stöð 2 Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í taugavísindum segir ofskynjunarlyf dauðans alvöru. Varast þurfi að leika sér með slík efni eða tala um þau af léttúð vegna þess að misnotkun geti valdið dauðsföllum. Töluverð umræða myndaðist um notkun ólöglegra ofskynjunarsveppa gegn þjáningu eftir að Pétur Kristján Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður ræddi málið í Íslandi í dag fyrr í vikunni. Hann sagðist þar hafa gert tilraunir með það að neyta slíkra efna og fyrir um þremur árum hafi hann fengið heimsóknir frá fólki sem hann prófaði að leiða í gegn um þá reynslu sem hann hafði sjálfur upplifað. Pétur Henry Petersen, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, segir í viðtali hjá Harmageddon á X-inu 977 í dag varhugavert að prófa sig áfram með slík efni. Enn eigi eftir að gera nægilega góðar rannsóknir á virkni efnanna en þær rannsóknir sem hafi hingað til verið gerðar hafi flestar verið smáar og hvaða áhrif efnin hafi í raun og veru á einstaklinga. „Næstum víst að í einhverjum tilfellum fari það ekki vel“ Þá þurfi að gera greinarmun á þremur hlutum. „Fyrst eru það hettuklædd ungmenni sem eru að borða einhverja sveppi sem þau finna á umferðareyjum. Það er að einhverju leyti að spila með heilann á sér. Kannski verður það allt í lagi en það er alls ekkert víst. Eru það tíu prósent líkur, eru það fimm prósent líkur, eru það 25 prósent líkur. Það getur farið eftir einstaklingnum, hver er hans baksaga? Er fíkn í hans fjölskyldu og svo framvegis,“ segir Pétur. Hann segir næsta hlut vera þann að fara þurfi varlega í það að leiðbeina öðrum einstaklingum í gegn um slíka upplifun. „Dæmi tvö er nafni minn sem þú varst að lýsa hérna í Íslandi í dag og það má kannski segja: hann er örugglega frábær og hann heldur örugglega og er örugglega að gera góða hluti en hann er hins vegar ekki með neina þjálfun í því að fara með fólk í gegn um þessa meðferð,“ segir Pétur. „Við þurfum ekkert að persónugera þetta um hann en segjum að einhver þriðji aðili sem heldur að hann sé frábær, að hann hafi fundið einhvern lífssannleik og hann fer að bjóða upp á svona meðferð. Það er ekkert víst að það fari vel. Það er eiginlega næstum víst að í einhverjum tilfellum eigi það ekki eftir að fara vel.“ Það þriðja sem kæmi til greina væri ef boðið væri upp á alvöru meðferð í heilbrigðiskerfinu þar sem slík efni væru notuð. „Alvöru meðferð þar sem eru geðlæknar og sálfræðingar. Allar þessar rannsóknir sem ég er að vísa til eru meira og minna gerðar í þannig umhverfi.“ Rannsóknir á ofskynjunarefnum takmarkaðar þar sem þau eru ólögleg Hann segir að rannsóknir á þessum efnum hafi verið stundaðar töluvert fram á áttunda áratug síðustu aldar en hafi svo verið hætt þegar þessi efni, LSD, sílósíbín og fleiri voru skilgreind sem fíkniefni. „Upp úr 2010-2015 þá fara menn að skoða þau aftur og þá má segja að áherslan sé kannski meira á sílósíbín en LSD vegna þess að það hefur ákveðna kosti, þó að það sé að það hefur ekki verið pólitískt deiluefni, annað en LSD.“ Sílósíbín finnst í ofskynjunarsveppum og segist Pétur hafa farið að taka eftir rannsóknum á áhrifum þessa efnis upp úr 2015 og það hafi helst verið rannsóknir stundaðar á fólki í líknarmeðferð. „Þá var það fólk sem lá fyrir dauðanum og það fylgir auðvitað gríðarlegur kvíði, getur fylgt því allavega. Það voru gerðar tilraunir sem voru kannski ekki margir þátttakendur í þar sem fólk notaði þetta lyf og fann einhverja upplifun sem gaf því fært að sætta sig við ástand sitt, sem er besta gjöf sem þú getur gefið nokkrum manni.“ „Að því sögðu þá eru margar litlar rannsóknir, sumar vel gerðar, sumar ekki vel gerðar, en þær eru margar hverjar frekar takmarkaðar vegna þess að þetta er ólöglegt efni,“ segir Pétur. Hann segir óvíst hvaða áhrif þessi efni hafa á einstaklinga en margar rannsóknirnar nefna að lyfin geti verið notuð í meðferð við ýmsum andlegum sjúkdómum, svo sem þunglyndi, lystarstoli og fíknivanda. Pétur segir þess vegna mikilvægt að þessar rannsóknir séu gerðar, svo komist sé til botns í því hvaða áhrif lyfin geti haft. „Þetta eru mál sem eru dauðans alvara og þetta er eitthvað sem maður vill ekki vera að leika sér með eða tala um af léttúð vegna þess að fólk deyr.“ Fíkn Ísland í dag Harmageddon Tengdar fréttir Notar ólöglega ofskynjunarsveppi gegn þjáningu Pétur Kristján Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður, var mikill útivistargarpur sem hafði stundaði snjóbretti og fjallgöngur af krafti þegar hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir liðlega tíu árum síðan. 22. september 2020 21:24 „Ég hef í alvöru séð verur, hvort sem þær eru til eða ekki“ Notkun suður-ameríska ofskynjunarlyfsins ayahuasca hefur færst í aukarnar hér á landi. Ayahuasca er náttúrseyði sem á uppruna sinn í perúska hluta Amazon-frumskógarins þar sem frumbyggjar hafa í margar aldir bruggað það til náttúrulækninga. 6. janúar 2020 20:52 Afglæpavæða ofskynjunarsveppi Stjórnvöld í Denver borg í Bandaríkjunum hafa ákveðið að afglæpavæða ofskynjunarsveppi en borgarbúar samþykktu ályktun þess efnis í nótt með afar tæpum meirihluta í atkvæðagreiðslu. 9. maí 2019 07:39 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í taugavísindum segir ofskynjunarlyf dauðans alvöru. Varast þurfi að leika sér með slík efni eða tala um þau af léttúð vegna þess að misnotkun geti valdið dauðsföllum. Töluverð umræða myndaðist um notkun ólöglegra ofskynjunarsveppa gegn þjáningu eftir að Pétur Kristján Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður ræddi málið í Íslandi í dag fyrr í vikunni. Hann sagðist þar hafa gert tilraunir með það að neyta slíkra efna og fyrir um þremur árum hafi hann fengið heimsóknir frá fólki sem hann prófaði að leiða í gegn um þá reynslu sem hann hafði sjálfur upplifað. Pétur Henry Petersen, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, segir í viðtali hjá Harmageddon á X-inu 977 í dag varhugavert að prófa sig áfram með slík efni. Enn eigi eftir að gera nægilega góðar rannsóknir á virkni efnanna en þær rannsóknir sem hafi hingað til verið gerðar hafi flestar verið smáar og hvaða áhrif efnin hafi í raun og veru á einstaklinga. „Næstum víst að í einhverjum tilfellum fari það ekki vel“ Þá þurfi að gera greinarmun á þremur hlutum. „Fyrst eru það hettuklædd ungmenni sem eru að borða einhverja sveppi sem þau finna á umferðareyjum. Það er að einhverju leyti að spila með heilann á sér. Kannski verður það allt í lagi en það er alls ekkert víst. Eru það tíu prósent líkur, eru það fimm prósent líkur, eru það 25 prósent líkur. Það getur farið eftir einstaklingnum, hver er hans baksaga? Er fíkn í hans fjölskyldu og svo framvegis,“ segir Pétur. Hann segir næsta hlut vera þann að fara þurfi varlega í það að leiðbeina öðrum einstaklingum í gegn um slíka upplifun. „Dæmi tvö er nafni minn sem þú varst að lýsa hérna í Íslandi í dag og það má kannski segja: hann er örugglega frábær og hann heldur örugglega og er örugglega að gera góða hluti en hann er hins vegar ekki með neina þjálfun í því að fara með fólk í gegn um þessa meðferð,“ segir Pétur. „Við þurfum ekkert að persónugera þetta um hann en segjum að einhver þriðji aðili sem heldur að hann sé frábær, að hann hafi fundið einhvern lífssannleik og hann fer að bjóða upp á svona meðferð. Það er ekkert víst að það fari vel. Það er eiginlega næstum víst að í einhverjum tilfellum eigi það ekki eftir að fara vel.“ Það þriðja sem kæmi til greina væri ef boðið væri upp á alvöru meðferð í heilbrigðiskerfinu þar sem slík efni væru notuð. „Alvöru meðferð þar sem eru geðlæknar og sálfræðingar. Allar þessar rannsóknir sem ég er að vísa til eru meira og minna gerðar í þannig umhverfi.“ Rannsóknir á ofskynjunarefnum takmarkaðar þar sem þau eru ólögleg Hann segir að rannsóknir á þessum efnum hafi verið stundaðar töluvert fram á áttunda áratug síðustu aldar en hafi svo verið hætt þegar þessi efni, LSD, sílósíbín og fleiri voru skilgreind sem fíkniefni. „Upp úr 2010-2015 þá fara menn að skoða þau aftur og þá má segja að áherslan sé kannski meira á sílósíbín en LSD vegna þess að það hefur ákveðna kosti, þó að það sé að það hefur ekki verið pólitískt deiluefni, annað en LSD.“ Sílósíbín finnst í ofskynjunarsveppum og segist Pétur hafa farið að taka eftir rannsóknum á áhrifum þessa efnis upp úr 2015 og það hafi helst verið rannsóknir stundaðar á fólki í líknarmeðferð. „Þá var það fólk sem lá fyrir dauðanum og það fylgir auðvitað gríðarlegur kvíði, getur fylgt því allavega. Það voru gerðar tilraunir sem voru kannski ekki margir þátttakendur í þar sem fólk notaði þetta lyf og fann einhverja upplifun sem gaf því fært að sætta sig við ástand sitt, sem er besta gjöf sem þú getur gefið nokkrum manni.“ „Að því sögðu þá eru margar litlar rannsóknir, sumar vel gerðar, sumar ekki vel gerðar, en þær eru margar hverjar frekar takmarkaðar vegna þess að þetta er ólöglegt efni,“ segir Pétur. Hann segir óvíst hvaða áhrif þessi efni hafa á einstaklinga en margar rannsóknirnar nefna að lyfin geti verið notuð í meðferð við ýmsum andlegum sjúkdómum, svo sem þunglyndi, lystarstoli og fíknivanda. Pétur segir þess vegna mikilvægt að þessar rannsóknir séu gerðar, svo komist sé til botns í því hvaða áhrif lyfin geti haft. „Þetta eru mál sem eru dauðans alvara og þetta er eitthvað sem maður vill ekki vera að leika sér með eða tala um af léttúð vegna þess að fólk deyr.“
Fíkn Ísland í dag Harmageddon Tengdar fréttir Notar ólöglega ofskynjunarsveppi gegn þjáningu Pétur Kristján Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður, var mikill útivistargarpur sem hafði stundaði snjóbretti og fjallgöngur af krafti þegar hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir liðlega tíu árum síðan. 22. september 2020 21:24 „Ég hef í alvöru séð verur, hvort sem þær eru til eða ekki“ Notkun suður-ameríska ofskynjunarlyfsins ayahuasca hefur færst í aukarnar hér á landi. Ayahuasca er náttúrseyði sem á uppruna sinn í perúska hluta Amazon-frumskógarins þar sem frumbyggjar hafa í margar aldir bruggað það til náttúrulækninga. 6. janúar 2020 20:52 Afglæpavæða ofskynjunarsveppi Stjórnvöld í Denver borg í Bandaríkjunum hafa ákveðið að afglæpavæða ofskynjunarsveppi en borgarbúar samþykktu ályktun þess efnis í nótt með afar tæpum meirihluta í atkvæðagreiðslu. 9. maí 2019 07:39 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Notar ólöglega ofskynjunarsveppi gegn þjáningu Pétur Kristján Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður, var mikill útivistargarpur sem hafði stundaði snjóbretti og fjallgöngur af krafti þegar hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir liðlega tíu árum síðan. 22. september 2020 21:24
„Ég hef í alvöru séð verur, hvort sem þær eru til eða ekki“ Notkun suður-ameríska ofskynjunarlyfsins ayahuasca hefur færst í aukarnar hér á landi. Ayahuasca er náttúrseyði sem á uppruna sinn í perúska hluta Amazon-frumskógarins þar sem frumbyggjar hafa í margar aldir bruggað það til náttúrulækninga. 6. janúar 2020 20:52
Afglæpavæða ofskynjunarsveppi Stjórnvöld í Denver borg í Bandaríkjunum hafa ákveðið að afglæpavæða ofskynjunarsveppi en borgarbúar samþykktu ályktun þess efnis í nótt með afar tæpum meirihluta í atkvæðagreiðslu. 9. maí 2019 07:39