Pick­ford í gjafa­stuði er E­ver­ton komst á­fram | Ha­vertz með þrennu

Havertz fagnar einu af mörkum sínum í kvöld.
Havertz fagnar einu af mörkum sínum í kvöld. vísir/getty

Everton er komið áfram í fjórðu umferð enska deildarbikarsins eftir 5-2 markaleik gegn Joey Barton og C-deildarliðinu Fleetwod Town.

Gylfi Sigurðsson var með fyrirliðabandið og spilaði allan leikinn fyrir Everton sem leiddi 2-0 í hálfleik með mörkum frá Richarlison.

Meiri kraftur var í heimamönnum í síðari hálfleik og minnkuðu þeir muninn á 48. mínútu er Jordan Pickford var allt of lengi að losa boltann frá marki Everton.

Einungis mínútu síðar kom Alex Iwobi Everton í 3-1 en á 58. mínútu fór hjólhestaspyrna Callum Camps í netið, þrátt fyrir að boltinn hafi farið beint á Pickford.

Bernard gerði hins vegar út um leikinn stundarfjórðungi fyrir leikslok en í uppbótartíma bætti Moise Kean við marki. Everton mætir því West Ham í fjórðu umferðinni á heimavelli.

Newcastle skoraði sjö gegn Morecambe á útivelli en heimamenn í Morecambe léku einum manni færri frá því á 33. mínútu. Þá stóðu leikar 4-0.

Joelinton skoraði tvö mörk og þeir Miguel Almiron, Jacob Murphy, Isaac Hayden og Jamaal Lascelles gerðu hin mörkin fjögur. Sam Lavelle skoraði svo sjálfsmark í uppbótartíma.

Chelsea bauð upp á markaveislu á heimavelli gegn Barnsley er lokatölurnar urðu 6-0. Kai Havertz gerði sín fyrstu mörk fyrir Chelsea en hann skoraði þrjú mörk. Tammy Abraham, Oliver Giroud og Ross Barkley bættu við einu marki hver.

Öll úrslit dagsins:

Fulham - Sheff. Wed 2-0

Millwall - Burnley 0-2

Preston - Brighton 0-2

Stoke - Gillingham 1-0

Chelsea - Barnsley 6-0

Fleetwood - Everton 2-5

Leicester - Arsenal 0-2

Morecambe - Newcastle 0-7

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.