Innlent

Lést í vinnuslysi á Hellissandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Slysið varð á Hellissandi.
Slysið varð á Hellissandi. Getty/ JannHuizenga

Vinnuslys varð á Hellissandi á Snæfellsnesi á ellefta tímanum í morgun. Einn maður lést í slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Vesturlandi. Mbl greindi fyrst frá slysinu í dag.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins. Ekki fengust frekari upplýsingar um tildrög eða eðli slyssins hjá lögreglu að svo stöddu. Málið er í rannsókn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.