Vinnuslys varð á Hellissandi á Snæfellsnesi á ellefta tímanum í morgun. Einn maður lést í slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Vesturlandi. Mbl greindi fyrst frá slysinu í dag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins. Ekki fengust frekari upplýsingar um tildrög eða eðli slyssins hjá lögreglu að svo stöddu. Málið er í rannsókn.