Innlent

Um 60 kindur drápust eftir bílveltu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Mynd/Aðsend

Fjárflutningabíll valt í gær á Dynjandisheiði með þeim afleiðingum að um 60 fjár ýmist drápust eða voru aflífaðar á staðnum eftir slysið.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu valt bíllinn skammt frá gatnamótunum upp úr Trostansfirði í Arnarfirði en um 310 fjár voru í bílnum, samkvæmt færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum.

Tveir voru um borð í bílnum, ökumaður og farþegi, og sakaði þá ekki. Lögregla rannsakar nú tildrög slyssins auk þess sem að Héraðsdýralækni var tilkynnt um slysið.

Tveir menn voru um borð í bílnum sem valt en þeir sluppu ómeiddir frá veltunni.Vísir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×