Innlent

Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu

Samúel Karl Ólason skrifar
Kjúklingur sem um ræðir er seldur undir vörumerki Holta, Kjörfugl og Krónan.
Kjúklingur sem um ræðir er seldur undir vörumerki Holta, Kjörfugl og Krónan. Getty

Matvælastofnun og Reykjagarður hf. hafa innkallað kjúkling vegna gruns um salmonellu. Reykjagarður hefur stöðvað sölu og innkallað eina lotu af kjúklingi. Grunurinn kom upp við reglubundið eftirlit í kjúklingaslátrun.

Vöruheiti: Holta, Kjörfugl og Krónu kjúklingur (Heill fugl, bringur, lundir, bitar)

Rekjanleikanúmer: 001-20-33-1-02

Dreifing: Iceland verslanir, Hagkaupsverslanir, Krónan, KR, Kjarval, Nettó, Costco, Extra24, Heimkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Bjarnabúð, Kjörbúðin, Hlíðakaup

„Í samræmi við gæðastefnu framleiðanda og verklagsreglur, hefur dreifing afurða verið stöðvuð og innköllun hafist,“ segir í yfirlýsingu frá Holta kjúklingi. Þar segir ennfremur að sé áprentuðum á umbúðum kjúklingsins fylgt, sé hann hættulaus fyrir neytendur. Gæta þurfi þess að blóðvökvi berist ekki í aðra matvöru og steikja vel í gegn.

Sjá einnig: Kjúklingur innkallaður níu sinnum oftar en í Danmörku

Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir að skila vörunni til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík, samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.