Lífið

„Bond-skúrkurinn“ úr Moon­ra­ker er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Michael Lonsdale í hlutverki Drax.
Michael Lonsdale í hlutverki Drax.

Bresk-franski leikarinn Michael Lonsdale, sem fór með hlutverk skúrksins Drax í James Bond-myndinni Moonraker árið 1979, er látinn. Hann varð 89 ára gamall.

Lonsdale fór með hlutverk auðjöfursins Hugo Drax, sem hugðist eitra fyrir öllu mannkyni og skipuleggja líf á jörðinni frá geimstöð sinni.

Í frétt BBC segir að ferill Lonsdale spanni einhverja sex áratugi þar sem hann fór með hlutverk í rúmlega tvö hundruð sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.

Umboðsmaður Lonsdale staðfesti andlátið fyrr í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.