Innlent

Nemandi í Varm­ár­skóla greindist með veiruna

Sylvía Hall skrifar
Varmárskóli er í Mosfellsbæ.
Varmárskóli er í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm

Nemandi í Varmárskóla í Mosfellsbæ hefur greinst kórónuveiruna. Þetta kemur fram í pósti sem sendur var á foreldra og forráðamenn barna í skólanum.

Samkvæmt tölvupóstinum hefur verið haft samband við alla hlutaðeigandi í samræmi við tilmæli smitrakningateymis almannavarna. Smitið mun ekki koma til með að hafa áhrif á starfsemi skólans.

Foreldrar eru hvattir til þess að kynna sér einkenni kórónuveirusmits og halda nemendum heima verði þeir varir við einkenni. Þá er brýnt fyrir öllum að kynna sér þær reglur sem eru í gildi hverju sinni og leiðbeiningar landlæknis varðandi kórónuveirusmit.


Tengdar fréttir

Einn smitaður í Melaskóla

Nemandi í sjöunda bekk í Melaskóla greindist með Covid-19 í gær. Þetta kemur fram í póst sem skólastjóri Melaskóla, Björgvin Þór Þórhallsson, sendi foreldrum og forráðamönnum nemenda í gær.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.