Stærð smitrakningarteymisins nálgast það sem var í fyrstu bylgju Sylvía Hall skrifar 20. september 2020 21:43 Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna. Vísir/Vilhelm Vel gengur að rekja þau smit sem hafa greinst undanfarna daga og hefur smitrakningateymið náð að setja í sig í samband við nær alla sem þurfa í sóttkví. Ákveðið var að fá fleiri inn í smitrakningateymið þegar útlit var fyrir að smitum færi fjölgandi. „Fjöldi þeirra sem þurfti að rekja var orðinn slíkur að hali myndaðist í smitrakningunni og þurfti að kalla fólk hratt inn,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við Vísi. Nokkrir tugir vinna nú að smitrakningu, þar á meðal lögreglumenn frá embættum í öllum landshlutum og hjúkrunarfræðingar frá landlæknisembættinu og Landspítalanum. Stærð smitrakningateymisins nálgast það sem var á hápunkti faraldursins í fyrstu bylgjunni en ekki var þörf á því þegar færri smit voru að greinast. „Á tímabili þegar var sem rólegast, þá voru mjög fáir að vinna í smitrakningu. Það eru nokkrir tugir að vinna að smitrakningu núna.“ Tæknilausnirnar hafa komið sterkar inn, sama hvort það sé í smitrakningu eða þegar einn af þríeykinu fer í sóttkví.Lögreglan Tæknilausnir hafa auðveldað smitrakninguna Að sögn Jóhanns skiptir það sköpum að lögregluembættin geti séð af mannskap í smitrakningu. „Það er ótrúlega þakklátt að embættin geti séð af mannskap í þessu verkefni þegar þau verða jafn brýn og raun bar vitni þegar þriðja bylgjan fór af stað.“ Hann segir mun auðveldara að rekja smit nú en í upphafi, enda hafi mikill lærdómur verið dreginn af fyrstu bylgju faraldursins. Þá séu tæknimálin mun betri þá en nú sem geri ferlið skilvirkara. „Tölvukerfi og hugbúnaðarlausnir hafa gert smitrakninguna mun auðveldari. Fyrst þegar farið var af stað um mánaðamótin febrúar og mars voru menn með excel-skjöl og svo færa inn í gagnagrunn. Nú er þetta orðið meira sjálfkrafa, símtalið sem smitrakningateymið tekur er stutt og svo fer sjálfvirk keðja af stað,“ segir Jóhann. Því fær fólk tölvupóstskeyti og upplýsingar í Heilsuveru ef þörf er á. Þá segir hann áherslu lagða á að fólk fari í skimun. „Við erum að hvetja til þess að fólk sem telur sig vera útsett fyrir smiti eða finnur fyrir einkennum að skrá sig í skimun á Heilsuveru.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reynsla og rakning minnkar þörf á hörðum aðgerðum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna meiri reynslu og umfangsmikillar smitrakningar sé ekki þörf á umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum, enn sem komið er. Nú sé til mun meiri reynsla en þegar gripið var til harðra aðgerða í vetur. 20. september 2020 14:52 Víðir í sóttkví eftir viðtal á Rás 2 Starfsmaður Rásar 2 greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi og hafa sex starfsmenn og nokkrir viðmælendur verið sendir í sóttkví. 20. september 2020 14:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira
Vel gengur að rekja þau smit sem hafa greinst undanfarna daga og hefur smitrakningateymið náð að setja í sig í samband við nær alla sem þurfa í sóttkví. Ákveðið var að fá fleiri inn í smitrakningateymið þegar útlit var fyrir að smitum færi fjölgandi. „Fjöldi þeirra sem þurfti að rekja var orðinn slíkur að hali myndaðist í smitrakningunni og þurfti að kalla fólk hratt inn,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við Vísi. Nokkrir tugir vinna nú að smitrakningu, þar á meðal lögreglumenn frá embættum í öllum landshlutum og hjúkrunarfræðingar frá landlæknisembættinu og Landspítalanum. Stærð smitrakningateymisins nálgast það sem var á hápunkti faraldursins í fyrstu bylgjunni en ekki var þörf á því þegar færri smit voru að greinast. „Á tímabili þegar var sem rólegast, þá voru mjög fáir að vinna í smitrakningu. Það eru nokkrir tugir að vinna að smitrakningu núna.“ Tæknilausnirnar hafa komið sterkar inn, sama hvort það sé í smitrakningu eða þegar einn af þríeykinu fer í sóttkví.Lögreglan Tæknilausnir hafa auðveldað smitrakninguna Að sögn Jóhanns skiptir það sköpum að lögregluembættin geti séð af mannskap í smitrakningu. „Það er ótrúlega þakklátt að embættin geti séð af mannskap í þessu verkefni þegar þau verða jafn brýn og raun bar vitni þegar þriðja bylgjan fór af stað.“ Hann segir mun auðveldara að rekja smit nú en í upphafi, enda hafi mikill lærdómur verið dreginn af fyrstu bylgju faraldursins. Þá séu tæknimálin mun betri þá en nú sem geri ferlið skilvirkara. „Tölvukerfi og hugbúnaðarlausnir hafa gert smitrakninguna mun auðveldari. Fyrst þegar farið var af stað um mánaðamótin febrúar og mars voru menn með excel-skjöl og svo færa inn í gagnagrunn. Nú er þetta orðið meira sjálfkrafa, símtalið sem smitrakningateymið tekur er stutt og svo fer sjálfvirk keðja af stað,“ segir Jóhann. Því fær fólk tölvupóstskeyti og upplýsingar í Heilsuveru ef þörf er á. Þá segir hann áherslu lagða á að fólk fari í skimun. „Við erum að hvetja til þess að fólk sem telur sig vera útsett fyrir smiti eða finnur fyrir einkennum að skrá sig í skimun á Heilsuveru.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reynsla og rakning minnkar þörf á hörðum aðgerðum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna meiri reynslu og umfangsmikillar smitrakningar sé ekki þörf á umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum, enn sem komið er. Nú sé til mun meiri reynsla en þegar gripið var til harðra aðgerða í vetur. 20. september 2020 14:52 Víðir í sóttkví eftir viðtal á Rás 2 Starfsmaður Rásar 2 greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi og hafa sex starfsmenn og nokkrir viðmælendur verið sendir í sóttkví. 20. september 2020 14:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira
Reynsla og rakning minnkar þörf á hörðum aðgerðum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna meiri reynslu og umfangsmikillar smitrakningar sé ekki þörf á umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum, enn sem komið er. Nú sé til mun meiri reynsla en þegar gripið var til harðra aðgerða í vetur. 20. september 2020 14:52
Víðir í sóttkví eftir viðtal á Rás 2 Starfsmaður Rásar 2 greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi og hafa sex starfsmenn og nokkrir viðmælendur verið sendir í sóttkví. 20. september 2020 14:00