Lífið

Hjartnæmur flutningur Sverris Bergmann og Jóhönnu Guðrúnar á laginu Shallow

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Jóhanna Guðrún og Sverrir Bergmann hrifu salinn með sér þegar þau fluttu saman hinn vinsæla dúett Shallow. 
Jóhanna Guðrún og Sverrir Bergmann hrifu salinn með sér þegar þau fluttu saman hinn vinsæla dúett Shallow.  Skjáskot

Síðasta föstudagskvöld var fyrsti þátturinn af Í kvöld er gigg sýndur en þetta er fyrsti þátturinn af sex. Þættirnir eru í umsjón Ingó Veðurguðs og fékk hann söngdívurnar Sverri Bergmann og Jóhönnu Guðrúnu til að syngja með sér sín uppáhalds dægurlög. 

Farið var vítt og breytt yfir tónlistarsöguna og sungu Sverrir og Jóhanna bæði íslenska jafnt sem erlenda slagara á borð við Waterloo, Ég lifi í draumi, Án þín og Island in The Stream, svo eitthvað sé nefnt. 

Einn af hápunktum kvöldsins var óneitanlega þegar Sverrir og Jóhanna sungu saman einn vinsælasta dúett síðari tíma, Shallow, sem Lady Gaga og Bradley Cooper fluttu í myndinni A Star is Born. 

Þættirnir Í kvöld er gigg verða sýndir í lokaðri dagskrá á Stöð 2 á föstudagskvöldum kl. 18:55. 


Tengdar fréttir

„Gigg sem ég væri til í á hverju kvöldi“

Annað kvöld fer í loftið nýr þáttur á Stöð 2 í umsjón tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar sem er betur þekktur sem Ingó Veðurguð. Þátturinn ber nafnið Í kvöld er gigg, þar sem Ingó býður landsmönnum í partý með sínu uppáhalds tónlistarfólki. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.